<$BlogRSDUrl$>
Face Plant

mánudagur, júlí 05, 2004

Margt skrítið;) 

Jæja nú hafa orðið kaflaskipti í mínu lífi...sennilega fyrir bestu, hver veit? Allavegana þá erum við Hrannar hætt saman og ég á markaðnum aftur...er nú samt ekkert að leita mér sérstaklega að einhverju....en ef eitthvað bitastætt kemur hlaupandi til mín þá skal ég hugsa málið:)

Já við erum sem sagt hætt saman og vil ég ekki ræða það mikið meir...nema hvað ég er búin að vera að ergja mig og syrgja í ca viku og allt það...samt búin að standa mig fullkomnlega í vinnu...ekkert smá stolt yfir að hafa ekki fallið í þunglyndi...en hver nennir því þegar lífið er svona yndislegt?? Já ég komst nefninlega að því eftir að hafa verið búin að ergja mig yfir vissum atriðum í sambandi við þessi sambandslit og hversu hart raunveruleikinn skellur fljótt á og að lífið heldur áfram hjá öllum öðrum...misfljótt en samt...
Aha....lífið heldur áfram....og ekki nóg með það....lífið er yndislegt:)
Ég tók þann pól í hæðina að muna það góða við okkur Hrannar og gleyma því slæma og viti menn...það rofaði til....það er langt síðan ég hef verið svona sátt og ánægð með sjálfa mig..skrítið en satt;)

Munið það að lífið heldur áfram og það er yndislegt;)

En já aðrar fréttir eru þær að í dag keypti ég mér garn...er að fara prjóna trefill....hver þarfnast ekki hlýs trefils í svona kulda eins og hefur verið í dag:) djók...audda geymi ég hann þangað til í haust....já stofnaður hefur verið prjónaklúbbur með bara úrvals stúlkum...og tek ég það fram að við erum bestar...í þessum prónaklúbbi eru sem sagt Hrönnsa...sem kann að prjóna og prjónar virkilega þegar við komum saman, Sigrún sem kann að prjóna pínu held ég en hefur ekki prjónað enn...en er á góðri leið að kaupa sér efni í þetta allt saman, Brynja sem hefur ekki mætt vegna rillerís, en kann samt að prjóna...hehe, Bogga fyrrverandi mágkona og hún kann að prjóna og hafði meira að segja prjónadótið með sér síðast...en lagði það frá sér og ætlaðist til að prjónarnir héldu áfram sjálfir....bjartsýnin uppmáluð:)
Nú og svo er það ég og eins og ég var að segja þá er ég búin að kaupa mér garn en hef ekki lært að prjóna enn:) Hrönnsa ætlar að kenna mér:)

Úr einu í annað...ég er að fara í skóla í haust...Verkmenntaskólann á Akureyri...á listabraut...jeyj hvað ég hlakka til:) Það verður bara gaman held ég...Hrönnsa er líka að fara í skólann og Sigrún í Kennaraháskólann og svo er Unnur náttúrulega þarna og þar sem við erum svo miklar stuðpíur þá verður sko slett ærlega úr klaufunum:)

Jæja nú ætla ég að hætta að rugla í beli....síja leiter...

Keit át:)
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com