<$BlogRSDUrl$>
Face Plant

fimmtudagur, júní 24, 2004

Tvíburar......... 

Já nú er nú kominn tími til að ég bloggi...hvað skal segja...já hún Aníta var gæsuð um helgina og gekk það allt saman mjög prúðlega fyrir sig, hehehe, við fórum með hana á hestbak og hefðuð þið átt að sjá hana á hestinum...það var ófögur sjón og var hún hræddari en mús við kött:)
Svo var farið í heitapottinn og drukkið nokk en eftir það var haldið á Þinghúsið í Pizzu og bjór og var það örugglega mjög gott, en það vildi svo óheppilega til að það var ættarmót hjá mér um helgina og hittist þetta ekki vel saman...og var ég voða lítið á ættarmótinu nema rétt á meðan allir hinir fóru á Þinghúsið.
Svo var haldið á ball og var það æði gaman...sumir urðu fyllri en aðrir og sumir sváfu hjá langþráðum gaurum...hehehe;)Tvíburar.

Annars er ég bara alltaf að vinna og vinna og eftir vinnuna mína þá fer ég í hina vinnuna mína og er það ansi strembið en nú er ég líka loksins farin að geta borgað allt mitt og engin skuld;)
Já í vinnunni minni ber það hæst að við þurfum að ganga um allt...það er að segja á milli staða með vélar og dót vegna þess að enginn er bíllinn lengur....ekki gott mál vegna þess að allt tekur lengri tíma og er erfiðara fyrir vikið...nú erum við líka orðin 6 og það er frekar erfitt að allir þurfi að labba hingað og þangað...því langt er á milli staða á Laugarbakka eins og þér vitið;)

Jæja nenni ekki að segja meir í bili en nú bíð ég bara eftir brúðkaupinu mikla á laugardaginn;)

Keit át:)
|

þriðjudagur, júní 15, 2004

Aldísa skvísa 

Ætla ég að nefna þetta blogg mitt í höfuðið á lítilli skrítinni frænku minni...hún er nú reyndar ekkert lítil...en skrítin er hún;)
Heitir þessi unga döma Aldís Ásgeirsdóttir og fer ég her með ættfræðina hvernig við erum nú skildar....þetta er laaaaaaangt aftur í ættir svo ég býst ekki við því að nokkur maður skilji þessa þvælu....hér kemur runan......
Pabbi minn og mamma hennar eru systkyni...úff gott að vera laus við þessa runu...fjúfff:)

Þessi unga döma neimd Aldís skvís er sem sagt au-pairin hennar Brynjulíusar þessa dagana og þrælar systir mín henni út myrkranna á milli...en sem betur fer er bjart allan sólarhringinn þessa dagana...hehehe:)

Á milli þess (oj Hrannar var að prumpa) sem Dísa skvísa er að passa Dísu skvísu...sem ég er bæ ðe vei farin að kalla öfugum nöfnum eða réttara sagt þá kalla ég Aldísi Hafdísi og svo öfugt...æj þið skiljið þetta þegar þið verðið eldri;)
En já ég var að segja....þá verður Dísa skvísa eldri að fá smá frí frá þessu striti og fórum við Hrannar því með Skvísuna á hestbak:)(OJ LYKTIN) Vonandi hefur hún haft gagn og gaman að því og datt hún ekki nema 5 sinnum af baki...ókei það var ég...nei bara djók auðvita var það Hrannar prumpukall;)

Byrjaði ferðin á því að fara í flottasta bíl Hvammstangaborgar upp í hesthús og ná í hnakka og beisli og auðvitað Hjálmar...nei ég meina hjálma því eini Hjálmar sem ég þekki er ekki hér í nafla alheimsins, heldur hjá henni Siggu Stínu sinni einhverstaðar í Grafarvoginum...öryggið á oddinn meinti ég að sjálfsögðu;) Og auðvita keyrði Aldís;)


Nú svo var undið úr reiðtygjunum eins og faðir minn vill kalla það og svo lagt....nei það var víst lagt reiðtygin á hestana, því enginn þurfti að pissa þarna nema kannski hestarnir...Aldís var að sjálfsögðu fyrst að leggja á og komin á bak og heim aftur þegar við vorum loksins búin að leggja á okkar hesta...nei ok, við Aldís lögðum á hestinn sem Aldís var á og Hrannar sá um rest...


Svo fórum við svaka reiðtúr og skal ég segja ykkur það að þegar við komum á áfangastað þá átti Aldís erfitt með gang...en það lagast nú vonandi sem fyrst...


Þetta var rosa stuð og vonandi verður þetta gert aftur á næstu dögum...er ég stolt að segja frá því að hún frænka mín datt aldrei af baki og er held ég bara klárari en ég á hestbaki...nokkuð gott það og rétt að verða 12 ára;)
|

mánudagur, júní 14, 2004

Jarðepli.... 

Haft var á því orð í dag að það væru ár og aldir síðan ég bloggaði síðast svo ég ákvað að láta slag standa og blogga eylítið.....í dag er mánudagur og var ég að vinna frá 8-18 og tók mér bara hádegishlé....sleppti báðum kaffitímum því ég er að vinna upp föstudaginn svo ég fái frí þann dag...allavega hálfann þann dag...en svo heppilega vill til að það er 17.júní núna á fimmtudaginn sem gerir það að verkum að ég og flestir aðrir eru í fríi þá....og þá er nú gott að þurfa bara að vinna hálfann föstudaginn ekki satt:)

Annars var helgin sem var að líða frekar dauf og fór hún mest í að sofa...en svo vildi til að vinkonur mínar héldu af stað til Reykjarvíkur í útskriftarveisluna hans Ægis beib (sem mér var EKKI boðið í) skamm Ægir!!!! en held ég nú að allir hafi verið velkomnir í þetta blessaða partý en ungu dömunum láðist að segja mér frá þessu..sögðu bara vera að fara að djamma með Ægi og að þær vildu fara bara tvær, eins og í gamla daga, þannig að ég var skilin eftir með sárt ennið:(

En allavegana ekki nóg með það að ónefndar vinkonur mínar hafi farið í bæinn án mín þá var hann Hrannar að vinna 8-21 föstudag, laugardag og sunnudag sem gerði það að verkum að ég hafði ekki marga kosti um að velja aðra en að sofa bara frá mér alla einveruna og leiðindin:(

En á sunnudagskveldið fórum við Hrannar svo á Hestbak og var það svaka stuð..og hlakkaði mig geðveikt til að fara aftur í dag svaka tilhlökkunarefni allan daginn og ég varla búin að hugsa um annað í allan dag....jessssss klukkan að verða 18 og þá til Brynju og taka Aldísi með og svo beint á bak.....en nei...20 mín í 18 hringir Hrannar ELSKAN og tjáir mér það að ekki sé hægt að fara á bak í dag vegna járningadæmis þannig að ég fór í fýlu heim og setti yfir bjúgu og jarðepli og er að fara að elda hvíta sósu með góðgætinu...búin í sturtu og rétt að blogga á meðan bjúgun sjóða:)

Já bæ ðe vei þá settum við Hrönn niður jarðepli í garðinum mínum í síðustu viku þannig að nú er bara að bíða eftir uppskerunni í haust:)

Jæja nú er ég farin að éta...

Keit át.......
|

sunnudagur, júní 06, 2004

Prílírí 

Já ég ætti kannski að blogga eða eitthvað...hef reyndar ekki mikið að segja eins og er nema kannski það að ég er byrjuð að vinna frá 8-5 og virðist það ætla að ganga ágætlega...allavegana það sem komið er....en já ég er að slá grrrresssss allan daginn og erum við Hrönnsa búnar að gera bakkann fínan og á hann eftir að verða enn fínni;)

Djöfull var nú gaman í krakketi...eða kannski bara krokketi eða bara eitthvað...við fórum sem sagt í þann snilldarleik í gærkveldi eftir að við vorum búin að éta alveg sérdeilis prýðis mat og eftir mat og allt það....svo þurftum við Hrönnsa reyndar að slá grasið hennar Brynju ef gras skildi kalla til að hægt væri að spela:)

Ég vann alltaf...........ókei þá ég var í öðru sæti í bæði skiptin og er það bara ágætis árangur skal ég segja ykkur og Brynja BRUSSA var leiðinleg...eða sko þóttist vera rosa klár og skaut kúlunni minni yfir í garðinn hjá Hafþóri...en samt vann ég hana...mohahahaha:) En það var nú allt í lagi því Mundi náði nú aldeilis að hefna sín á henni og ætlaði að skjóta henni í garðinn til Flosa en nei...hann hitti ekki í kúlunna hennar og ekki einu sinni sína kúlu...hitti bara skóinn sinn.....ég grenjaði úr hlátri:)

Annars var djammað á föstudagskveldið og var það mjög gaman og það komu meira segja kjaftasögur um mig og alles...en ég er nú svo sem vön því það er ekki það....en ég skil samt ekki hvernig svona kjaftasögur fara af stað?
Ég meina ég var að tala við unga dömu að nafni Dianna og einhverra hluta vegna þá heyrði ég það daginn eftir að ég hefði verið að kyssa hana og að Hrannar hefði komið að okkur!!!!
Sko í fyrsta lagi þá er þessi dama ekki fyrir dömur.....hún er fyrir karlkynið....í öðru lagi þá er ég á föstu og ég held ekki framhjá!!! Og í þriðja lagi þá var Hrannar heima sofandi og hefði því ekki getað komið að okkur!!! Fólk...er villisvín...japp japp jappp;)

En nóg um það...ég hef tekið þann pól í hæðina að hætta að skrifa meira núna og ætla að fara að horfa á framhaldsmynd mánaðarins:) Ú já ég vann milljónir í spilakassanum áðan;)

Keit át.
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com