<$BlogRSDUrl$>
Face Plant

föstudagur, maí 28, 2004

Myndir af gestum og gangandi ;) 

Jæja nú er ég að gera bloggið mitt klárt og ef þið viljið einhverjar aðrar myndir af ykkur en ég læt þá verðið þið að senda mér þær takk fyrir;) Rosalega verður þetta fínt hjá mér;)
|

miðvikudagur, maí 26, 2004

Allt og ekkert 

Já það er víst löngu kominn tími á mig að blogga held ég en ég er búin að vera svo mikið að dunda mér þessa síðustu og verstu daga að ég hef einfaldlega ekki haft tíma til að blogga neitt.....Já sko við Hrannar erum sem sagt alltaf á furlu að mála og parketleggja og fer það verk nú að verða búið...og húsið á "sléttunni" rosalega fínt;)

Svo fór sunnudagurinn okkar í það að borða.....fyrst voru kökur og góðgæti hjá Ólu og Hrafnhildi og svo var brunað áfram á krókinn til Bjarka...bróður hans Hrannars og þar fékk ég að hitta ALLA fjölskylduna hans á einu bretti og ég hafði ekki talað við neinn nema Boggu....en þetta var ágætt og það beit mig enginn;) En borðaður var skötuselur eða eitthvað og það var ágætt bara;) Ís í eftirrétt;)

Svo ákváðum við Hrannar að fara sunnudagsrúnt og fórum fyrir Skagann en það vill svo heppilega til að afi hans Hrannars er þaðan og mamma er þaðan líka...þannig að það var mikið skoðað í góða veðrinu og útsýnið var gott...og mamma GLEYMDI bara að segja mér að þar sem hún ólst upp þá er gott útsýni yfir Málmey og Drangey og það allt saman....en ég spurði víst aldrei segir hún;).....átti ég bara að spyrja hana si svona...hérna mamma? var nokkuð rosalega fallegt útsýni yfir Drangey þar sem þú ólst upp?? Maður spyr nefninlega að þessu svona uppúr þurru;)

Svo fórum við upp í kirkjugarð til að heimsækja ömmu,afa, Tóta og Selmu það var notalegt.
Svo var haldið heim á leið í flýti því ég var að míga í brækurnar!!!

Ég er byrjuð að vinna..3 dagar búnir og þetta er nú meira vesenið mar...en verður gaman þegar allt þetta vesen verður búið;) Já á laugardagskveldið var spilað pictionary og Hrönn og Brynja voru saman í liði og við Hrannar á móti þeim og auðvita möluðum við þær...hehehe;) Þar var systir mín tekin upp á vídeói....nei við skulum orða þetta öðruvísi....ég tók vídeómynd af henni og það var ógeðslega fyndið en ég má víst ekki láta það á netið svo þið fáið ekki að sjá það því miður:(

Ble ble;)
|

sunnudagur, maí 16, 2004

Júróvísjón 

Haldið var upp á júróvísjón með prumpi og prakt...hehehe á Hlíðarvegi 16 og voru sólveigar í boði..eða sko kannski bara veigar....matur sem var bæjóneskinka í kóksósu og meðlæti og grillkjöt ala Norðan heiða:)
Mætti fullt fólk á staðinn...eða kanski fullt af fólki og mun ég nú fara með tölu þeirra hér:) Það var hún Sigrún og Mundi með Daníel sinn sem fór á kostum;)
Svo var það Guðrún Ósk Níelsdóttir, Hrönnsa, Brynnsa, Hrannsi og ég náttúrulega;)Þetta lið át og át og svo kom annað lið eftir að við vorum búin að éta...en það var Sveinbjörg og Hrafnhildur og Unnsla;)Hér eru nokkrar góðar;)

ég er búin að taka út þessar myndir því það virtist sem enginn sæi þær hvort sem er....en þetta voru nú góðar myndir;)

Já þetta var gaman og svo fóru allir....nema Daníel og Hrafnhildur náttúrulega á barinn og djömmuðu þar fram eftir öllu og ástandið á sumum var ekki gott þegar heim kom og þá tek ég fram að það var ekki ég:)
Brynja og Guðrún komu hingað eftir partýið hér á móti og Guðrún fékk besta rúm í heimi:)
Ég hélt með Ukrainu..Kýpur og Svíþjóð og gekk þeim öllum vel:)

Svo eins og Daníel nokkur Guðmundsson orðaði það svo vel í gær....óóóóókeeeeyyyy bææææææ;)
|

föstudagur, maí 14, 2004

Hrannar elskan 

Jæja ég er að hugsa um að tileinka Hrannari þetta blogg...ætla að gera solleis framvegis;)
Hvað ætti ég nú að segja um Hrannar elskuna...hann er núna til dæmis búinn að ætla tvær vikur í röð að fara að vinna einhver ósköp meira en vanalega og hefur því á mánud,þriðjud og miðvikudögum unnið eins og moðerfokker til að hafa minna að gera á hinum dögunum svo hann geti þá unnið það sem er extra...en alltaf klikkar eitthvað....síðustu viku var vont veður og ekki hægt að gera neitt og svo núna er grenjandi rigning og ekki hægt að gera neitt fyrir drullu...og svoleiðis fram eftir götunum;)Hann er nú samt duglegur...

Því af því að hann er búinn að leysa þessa daga hvort eð er þá er hann látinn vinna í húsinu sínu undir harðri stjórn...engin pása og ekki neitt...fær annars lagið að borða jú;)
En stofan er sem sagt að verða nánast fullkomin, búið að mála allt...og þá meina ég alllllllt...ofnar og gluggakistur var meira að segja málað:)
Nú svo er alveg að verða búið að parketleggja...og gardínurnar eru komnar upp svo nú er ekki hægt að horfa lengur inn um gluggana á Hlíðarvegi 16 hehe, nú vantar bara svona hinsninegin gardínur...skraut gardínur.

En það eina sem Hrannar er ekki að standa sig í núna er reiðmennskan...og þá meina ég hestamennskan...stendur sig vel í hinu:) En eitthvað verður að gefa eftir og því miður þá er það hestamennskan...en þetta batnar fljótlega:)

Jæja þá veit ég ekkert hvað ég á að skrifa meir en vil minna á að Hrannar er sjálfur kominn með blogg og viti menn hann hefur meira að segja bloggað...sá merkisviðburður gerðist í gær;) hér er það

bæ í beli:)
|

miðvikudagur, maí 12, 2004

Ægir mesti og besti 

Þetta blogg er tileinkað honum Ægi vini mínum sem er búinn að fá ekki eina heldur tvær góðar vinnur í sumar og hann fékk þær báðar í dag....þannig að nú þarf hann ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að selja sig á Hlemmi...nema náttúrulega þessum sama vanalega kúnnahóp...getur ekki farið að svíkja kúnnana sína þó hann sé komin með heiðarlega vinnu:)

Já hann er sem sagt að fara að vinna eitthvað í sambandi við tölvur...gat skéð....en það er nú reyndar bara mjög gott því hann er búinn að vera að rembast við að læra eitthvað svona tölvudótarí svo það kemur að góðum notum;)hehehe:)

Hann þyrfti nú samt að fara að koma hingað norður...hann tjáði mér það áðan að hann hefði ekki komið hingað síðan á unglist i fyrra!!! Og það er slatti langt síðan....og ætti hann að skammast sín fyrir það.....gó tú mæ rúm!!!!Hehehe;)

Hann var líka að kvarta áðan yfir kvennmannsleysi og spurði mig ráða hvernig ná ætti í eitt svoleiðis....hneyksli skal ég segja ykkur;) En allavegana þá auglýsi ég hér með eftir góðum kvennmanni handa þessum yndisfríða pilt...tek hæstbjóðandi;)

Jæja bless í bili;)
|

mánudagur, maí 10, 2004

jiiii....nýr blogger.com 

Bara að prófa nýja lúkkið:) Skrifa meira síðar víðar;)
|

laugardagur, maí 08, 2004

Málning háeff ;) 

Jæja best að blogga smá núna, enda kominn tími til:)
Hmmmm....já við erum að mála stofuna okkar og verður hún rosalega flott held ég og enn flottari þegar gardínurnar eru komnar og hvað þá þegar parketið er komið;) Jeyj;)

En minn maður er einhverstaðar fullur á suðurlandinu með böns af hestaköllum og held ég að tilgangur ferðarinnar hafi verið í fyrsta lagi að skoða einhver hesthús á suðurlandi og í öðrulagi að drekka nógu andskoti mikið.....en ég held þeir séu nú samt ekkert að standa sig í því síðarnefnda;)

Á meðan hangi ég heima og á að vera að mála stofuna en ég nenni því ekki svo ég geri alltaf eitthvað annað fyrst og svo finn ég mér enn eina afsökunina en ég ÆTLA nú samt að fara eina umferð í kvöld:) Svo leigði ég vídeóspólu og keypti snakk og ætla að detta ærlega í sjónvarpsglápið í kvöld....þegar ég er búin að mála:)

Enn eru sumir ekki komnir til að hjálpa sumum en sumir eru víst veikir og skilja sumir að það er ekki hægt að vera að trufla suma veika menn:)

Ble....
|

þriðjudagur, maí 04, 2004

Sumir........... 

Sko...sumir voru búnir að spyrja suma um að koma hingað og setja sumt inní tölvuna en sumir voru lengi að koma og mikið að gera og fundu alltaf sumar ástæður fyrir að koma ekki hingað þannig að sumir báðu suma að hringja í suma til að fá suma til að koma hingað og sumir hlíddu sumum og hringdu í suma en þá annaðhvort svöruðu sumir ekki eða voru ekki með símann sinn....þannig að sumir hringdu annað í suma og sögðu sumum að nú yrðu sumir að fara að koma því sumir væru orðnir pirraðir......
Loksins komu sumir til að setja sumt inn í tölvuna og þá var sumt ekki að virka og sumar tölvur eitthvað klikk þannig að þá þurftu sumir að fara og koma síðar til að gera sumt við tölvuna og svo vantaði suma hluti til að sumt myndi virka í tölvunni svo nú þurfa sumir að fara að panta sumt og nú eru ALLIR að bíða:)
|

sunnudagur, maí 02, 2004

þeir eru búnir að meika'ða..... 

Jæja þá er komið að því...að ég bloggi á ný....en það er enginn sem kommentar hjá mér þannig að ég er að hugsa um að hætta bara að blogga....þú veist ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur:)

Já við skötuhjú fórum sem sagt á Þinghúsið í gær og studdum við bakið á Zetorunum....með tveimur fimm hundruð körlum:)
Brynja, Hrönnsa og Guðrún komu líka og var þetta nú bara æði gaman....svo síðar kom mútta tútta og Jennsla frænka og var rosa gaman hjá þeim;) Mamma dansaði og hafði alla með sér í kónga....fyndið:) og gaman:)

Hljómsveitin var hreint prýðileg nema hvað hún GAT ekki spilar paradise by the despord light eða hvað það heitir nú...en þeir gerðu þó heiðarlega tilraun til þess....hinir ýmsu reyndu að hjálpa þessum vitleysingum að meika það og má þar nefna...Sigrúnu og Brynju og Hjalta Júl og Tomma og var það allt voða fínt hjá þeim....hibb hibb húrraBow Down Wave

Svo fórum við bara heim og héldum EKKERT partý og í morgun þegar við vöknuðum þá var SNJÓR!!!!
Haldiði að það sé nú?!
Eins gott að báðir bílarnir eru enn á sumardekkjum:)

Bæbb:)
|

laugardagur, maí 01, 2004

Ísarr gós tú spein and Hrönn gós tú leigbeikk 

Já og svo þegar maður bloggar þá kemur næstum ENGINN að skoða það hjá manni!!!Crying Into TissueYou Suck

En við Hrannar fórum sem sagt til Reykjavíkur í gær til að kveðja Ísarr en hann var að fara með mömmu sinni og fósturpabba til Spánar og ætlar að vera þar í rúma 2 mánuði. Við byrjuðum á því að nota daginn vel áður en við sóttum Ísarr og gerðum ALLT annað sem við þurftum að gera í bænum.....
Sóttum rimlagardínurnar sem búið er að bíða eftir í margar vikur....sóttum FLOTTU felgurnar á bílinn hans Hrannars....keyptum FULLT af málningu til að mála stofuna...skoðuðum flísar sem eiga að vera á baðherberginu....keyptum hjúts bað og klósett í stíl og að sjálfsögðu fórum við og skoðuðum svona glingurbúðir fyrir heimilið en ekkert var keypt:)

Svo var Ísarr sóttur og kom hann úr leikskólanum með buxurnar á hælunum...voða fyndið....aðeins of víðar skoRolly 2og svo fékk hann að ráða hvað skyldi gera næst.....við fórum í bíó á Pétur Pan og þetta er rosalega farleg mynd skal ég segja ykkur:)
Svo var farið á macdonalds og borðað og svona....og svo fór Ísarr heim því hann þurfti að vakna í nótt til að leggja af stað tú spein:)

Hann sagði okkur mjöööööög fyndna brandara og þetta voru meira að segja báðir typpabrandarar......nenni ekki að segja þá núna...bíður betri tíma:) Er farin að kúka og svo í sturtu og svo á Zetors á barnum......ætla sko ekki Á zetors...æj þið vitið hvað ég meina:)

Men ég ætlaði að fara að gleyma því að í dag hjálpuðum við Hrönnsu að flytjaDisappointed 2 og það var nú sérdeilis prýðilega gaman skal ég segja ykkur og nú á Hrönn heima í capital of the northWay Too Happy
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com