<$BlogRSDUrl$>
Face Plant

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Hvaða æsingur er þetta.....bara allir að reka á eftir manni með þetta blessaða blogg....mætti halda að það liði lengi á milli blogga hjá mér...fnussssTeary
En það líður nú samt ekki lengi á milli minna blogga miðað við suma aðra sem ég þekki hér í bloggheimumEyes Poppin

Hvað ætti ég nú annars að spjalla um......hummmm......já sko leikhópurinn fór út að borða á þriðjudaginn....fengum rútu og alles og það var sko bestasti og mestasti leiðsögumaður allra tíma sem sagði okkur sögur um sveitirnar og fleira á leiðinni.....svo vorum við bara allt í einu komin á áfangastað og var þá byrjað á því að horfa á 1.þátt leikritsins og svo var kominn matartími:) Kattarskott og fleira góðgætiYes

Það var semsagt borðað á sig gat og svo haldið áfram að horfa og mikið var þetta gaman skal ég segja ykkur:)
Svo var kvittað í gestabókina og haldið heim á leið:)

Í gær....miðvikudag....man ég ekkert hvað ég gerði...jú ég vaknaði og gerði svo eitthvað, man ekki hvað, fór svo í sjoppuna með Brynju og þar var enginn annar er Hrannar en ég held að hann eigi heima í sjoppunni:)
Svo fór ég heim að tattooa og það gekk svona sérdeilis prýðilega vel og svo var bara borðað og glápt á imbakassann:)

Eeeeeeeeeeeeeeeeeeeen í dag er ég að passa hana Hafdísi Maríu og er hún búin að sofa síðan 12 og nú er klukkan að verða 14 en ég er búin að vera svo dugleg og labba með hana út um allan Hvammstanga svo það er engin furða að hún sofiStroller

Jæja nú hef ég ekkert meira merkilegt að segja í bili svo ég er hætt og farin og búin að vera........Bye Bye
|

sunnudagur, apríl 25, 2004

Ritskex og hrækjusalat:) 

Stop The Madness Too Funny

Þetta lýsir því hvað mér finnst um fullt fólk.........það er nú flest alveg ágætt en sumir eru frekar leiðinlegir og ráða engan veginn við sínar eigin hreyfingar þegar þeir eru fullir og þar af leiðandi detta þeir á allt og alla og mér er sama hvaða afleiðingar það kynni að hafa en ég elska Amy allt of mikið til að..........

Já sem sagt þá var ég að koma heim af Pöpa balli og það var slatti gaman bara skal ég segja ykkur:) Fyrst var hinsvegar partýið hjá henni Brynju og var það nú aldeilis sérdeilis prýðileg samkoma....allir að koma saman...hehehe:) Þar var slatti af fólki og svo þegar klukkan tók að tifa 24 þá datt allt í dúna logn og hélt þetta pakk á barl:)
Macarena
Á leiðinni var hlustað á Halla og Ladda og ég var að keyra þau...Anítu, Brynju, Hrönnsu, Elu, Jenny, Chaplin og Sir Francis og sungu allir með hástöfum:)

Pöparnir voru snilld og fiðluleikarinn var æðislegur og frábær og yndislegur og alltlegur og hjólalegur og allt það:)
Það voru nú ansi margir þarna og segji ég kjaftasögur síðar...en atvik kvöldsins verð ég nú að tileinka henni Boggu mágkonu minni en það var þegar hún losaði sig við eina leiðinlega fulla druslu sem hafði ekki hemil á sínum hreyfingum með hreint snilldar hætti;) Og þar með er sagan örl:)


Good NightAlarm Clock 3

|

laugardagur, apríl 24, 2004

tuttuguogfjórirnúllfjórirnúllfjögur og Hrönnsa tuttuguogfjagra:) 
Jiiiii hvað ég er sæt..................... finnst ykkur ekki? Hehehehe en allavegana þá er þessi mynd sem sagt frá því eftir Grand-sýninguna miklu og djö..... var nú gaman á þeirri sýningu...allt gekk eins og í sögu...eða næstum því:) og allir höfðu gaman að þessu:)

Annars þá fór ég nú í andlits snyrtingu í gær.....og kominn tími til að lakka upp á þetta snoppuófríða andlit;) eða eitthvað og það voru sett mörg lög af kremum og gufum og hvað eina og dekrað við fésið á mér....alveg djéskoti gott skal ég segja ykkur:)

Sko....ef að Hrannar fær pínu meir að gera þá held ég barasta að hann detti niður dauður:( Það er svo mikið að gera hjá honum að ég er farin að hafa áhyggjur...en aldrei kvartar þessi elska:) Sem dæmi má nefna þá er hann að hestast eitthvað á Sauðárkróki og er búinn að keyra á milli 2 daga og svo aftur í dag...en það er nú ekki allt....hann fór að sofa seiiiiiiiiiint í gær og vaknaði snemma til að keyra suður til Rvk og ná í Ísarr og ætlar hann að vera hjá honum alla næstu viku því hann er víst að flytja með mömmu sinni og fósturföður...sem er bæ ðe vei hann Marinó Álfgeir:)....til spánar í nokkra mánuði.....

Allavegana þá er Hrannar að ná í hann og spegil handa Brynju og svo kemur hann heim....fer í fermingarveislu.....og svo beint í hestafötin og brunar á Krókinn til að sýna einhverjar truntur:) eða Hesta réttara sagt:) Svoooooooo kemur hann aftur heim og beint á ball.....ef ég væri hann þá væri ég dauð núna sko:)

En talandi um mig......ég er undarleg þessa dagana...vakna án vekjaraklukku eða Brynju fyrir hádegi!!!!! Ji hvað ég er dúleg:) Partý í kvöld og Pöpa ball á eftir og það verður sko stööööð og þar sem við erum nú að tala um P A R T Ý þá er prýðishugmynd að nefna það að þetta P A R T Ý er haldið ungfrú D U R E X til heiðurs en á hún afmæli í dag........

Party Smileys


Hún á afmæli í dag....hún á afmæli í dag....hún á afmæli hún Hrönnsa.....hún á afmæli í dag:)
Húr er 24ra í dag... hún er 24ra í dag....hún er 24ra hún Hrönnsa...hún er 24ra ára í dag:)

OG SVO BYLGJU

Hrönnsa.....þú fórst burt áður en ég gat sagt að mér þykir óendanlega vænt um þigI Love You
|

föstudagur, apríl 23, 2004

Silfurbjöllur......... 

Jæja ég ætlaði að blogga smá en þá vilja skyndilega stúlkukindurnar fara niður i sjoppu og fá sér eitthvað í gogginn;) Þannig að ég þarf að rjúka en ég kem aftur síðar og blogga meir um tíðindi síðustu daga og spennandi daga sem framundan eru;)


bææææææææææææææææææææææææææææææææbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb;)
|

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Brill....... 

Já það er nú víst komin tími til að blogga.....blogga.....blogga og solleis þannig að hér koma nokkrar línur.....

Grand-sýningunni er hér með lokið og skal ég segja ykkur að þetta var algjört brill á allann hátt:)Gerðir voru ýmsir grikkir við nokkra leikarana og það var ógeðslega fyndið og allir gátu bjargað sér frá þessu þannig að hægt er að segja að við erum öll snillingar:)
Einn grikkurinn var þannig að sett var alvöru viský í viskýflöskuna í staðinn fyrir blandað kók og vatn og voru Gísli og Böðvar vanir að hella þessu í sig eins og Böðvar gerði en Gísli var ansi lengi að koma þessu niður....hrein snilld og vá hvað var erfitt að hlæja ekki:)

Hrönn var létt á fæti og létt í lund líka.....og fór alveg út af laginu....fyndið:) D U R E X :)

Þetta var í raun Grand sýning og bar nafn með réttu....þetta var GRAND:) Og satt best að segja þá er ég nú svolítið leið yfir að þetta er búið því þetta er svo skemmtilegur hópur og Andrea er hrein snilld........hún var gjörsamlega að flippa sem gamall graður kall og djöfull var það fyndið.....

Svo var djammað eftir sýningu og eftir að allir voru farnir....jiiii hvað það var gaman:) Barinn og Partý og sumir vöknuðu alveg út úr heiminum og vissu ekkert hvar þeir voru:) Nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn er H og endar á rönn:)

Nenni ekki meir í bili....tútílú:)
|

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Hollywood......... 

Jæja þá er hægt að segja að þessir blessaðir páskar séu yfirstaðnir og voru þeir hreint ágætir:)
Pabbi og Susan komu og voru hjá okkur og var nú ágætt að hitta þau:)

Svo var frumsýning á leikritinu á laugardaginn síðasta og viti menn það var fullt hús...minnir að það hafi verið 3 sæti laus:)
Og þetta tókst svona alveg frábærlega hjá okkur og verðum við öll sömul örugglega fræg og leið okkar liggur beint til Hollywood:)

Skírn daginn eftir og viti menn barnið heitir Hafdís María....kemur á óvart:) Svo var veisla og fyrst var matur...læri og meðlæti og þegar maður var búinn að fylla magann af þessu öllu saman þá komu fullt af kökum í eftirrétt...nammi nammm:)

Svo var önnur leiksýning í gær og það voru nú ekki alveg eins margir á henni en GRAND-SÝNINGIN er eftir og veit ég um fullt af fólki sem ætlar á hana:) Jiiiii hvað þetta er gaman;)

Jæja nenni ekki að skrifa meira svo ég segi bless í bili;)
|

föstudagur, apríl 09, 2004

Generalprufa... 

Já nú er farið að vera hættulega stutt í frumsýningu hjá okkur og viti menn þetta er bara allt saman að koma hjá okkur og er bara virkilega skemmtilegt:) Þeir sem geta verða nú að koma og sjá okkur og í það minnsta gera grín að okkur;)
Frumsýningin er á laugardagskvöldið kl 21 og svo er önnur syning á mánudaginn kl 21...Að lokum verður svo GRAND-sýningin þann 17. apríl og á þá sýningu verður að panta miða:) Á GRAND-sýninguna mun kosta 2000 kr en á hinar sýningarnar aðeins 1500 og er það ekki mikill peningur skal ég segja ykkur;)

Endilega láta vaða bara:) Generalprufan er svo kl 15 á Föstudaginn langa en þangað fá aðeins útvaldir að koma og er það EKKI opið fyrir alla.

Þetta verður ógeðslega gaman held ég...nú og svo verður skírn hjá Brynju á sunnudaginn og í tilefni þess koma pabbi og hans kona hingað og hlökkum við systur ógurlega mikið til:)
Í sambandi við þetta pool dæmi þá kemur það í ljós hvort það verður um 18 leytið, föstudaginn langa, fer allt eftir því hvort það verður æft meira eða ekki;) En ég er farin að sofa til að ég geti vaknað hress á morgun:)
|

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Hvare hvare hvare hvare húfan mín???? 

Hahahahahahaha....en gaman að þessu örlu saman....hmmmmm, tíðindi??? Jú sko alla helgina voru leikæfingar og fleiri leikæfingar og var það nú bara býsna gaman skal ég segja ykkur:) Svo á laugardagskvöldið þá ákváðum við stöllur og þá er ég sko að meina þessar venjulegu okkur, mig,Brynju og Hrönnsu, að fara á ball á Þinghúsið...kom Unnur elskan og náði í okkur á bakkann og fórum við vel í glasi....sumar okkar sko....af stað og til í ALLT:)

Nú hún Unnsla á svo fullt af skemmtilegum cd-um að við urðum að hlusta á eitthvað gamalt og gott og varð fyrir valinu SPACE QUEEN.....muniði eftir því? Nú og svo var rúntað smá meir og þá þurfti Hrönnsa að fara heim og skella andlitinu upp;) hehehe ókei þá fara í önnur föt...og þar sem Hrönnsa tekur sinn tíma í hlutina þá ákváðum við systur að fara beint á barinn:) Einn öllari í hönd ( og engin komment á þetta vænun mín) já og svo var farið og dansað við þessa yndislegu GÖMLU tóna...

Meðal aldur hljómsveitarmeðlima var um 75 ár og var mússíkin eftir því....aðeins einn af þessum KÖLLUM gat hugsanlega mögulega og kannski kunnað lög sem við unga og laglega fólkið vill heyra...á ég auðvita við hann Palla...og þar sem hann er svo klár gutti og getur allt þá ætti hann að kunna þessi lög...en restin af hljómsveitinni var með pantað pláss á elliheimilið Grund og er EKKI langt í innlögn hjá þeim.....þó er Palli nú með GAMLA sál svo hann passaði vel inní hópinn;)
Heyrðu hljómsveitin spilaði allt í einu lagið þarna....hvarer hvarer hvarer húfan mín hvar er húfan mín...þið vitið....og féll það nú svo rosalega vel í kramið hjá unga og fallega fólkinu að það varð vinsælt óskalag....ekki ekki var það verra að hljómsveitin kunni lagið....;)

Þannig að eftir hvert einasta lag þá bað unga og farlega fólkið um þetta óskalag og alltaf sagði Palli, rólegur að venju, JÁMM:) En aldrei kom lagið...bara LÓA LITLA Á BRÚ.... ég meina þetta bauð upp á það að unga og farlega fólkið þurfti áfallahjálp og fékkst hún á barnum í formi fljótandi vökva;)

LOKSINS kom lagið og þá var sungið og trallað en úpps þá var fokkans ballið búið.....ég meina.....ég meina....ohhh.
En þetta var mjög gott ball og var mikið drukkið og mikið dansað.....

Vaknaði ég svo snemma næsta morgun því ég var að passa Hafdísi svo að Brynja gæti nú einu sinni fengið að sofa út....er ég ekki góð systir? En ég skilaði Hafdísi af mér rúmlega 13 daginn eftir og fór á leikæfingu:)

Á milli atriða hef ég tekið aðeins í biljardkjuðann og hef ég oftast verið að keppa við Hrannar og alltaf unnið ( nema einu sinni) hheheheheheehe....góða nótt;)
|

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Pönnsj..... 

Já kæru vinir og vandamenn, þið ákveðið kanski í sakleysi ykkar að kíkja á bloggið mitt og þá verður ykkur litið á klukkuna og sjáið hvenær dags þetta var bloggað.......Reynið að fá ekki áfall yfir því hversu snemma ÉG er á fótum, þetta er allt í læ og ekki fara að panikka og hringja í 112 eða slökkvuliðið......þetta á sér allt saman einfalda skýringu og kemur hún hér......

Sko ég var nefninlega á leikæfingu í gær sem aðra daga og kom þá svona prófessínol og var að sýna okkur hvernig við ættum nú að haga okkur á sviðinu, var ég gagngrýnd endalaust og ekkert var nógu gott fyrir hann fyrr en ég var búin að gera sama hlutinn þrjú þúsund sinnum. Þetta var nú samt bara mjög gott og lærðum við meira á þessari einu æfingu en öllum hinum til samans gamans.
Þetta er reyndar ekki ástæðan fyrir því að ég sé vakandi svona snemma á fimmtudagsmorgni en kemur nú ástæðan hér.........

Sko á leikæfingunni voru allir mættir og báðir sviðsmennirnir líka...annar sviðsmaðurinn vill svo heppilega til að vera minn elskulegi kærasti....og þegar búið var að setja út á allt sem ég gerði og komið var að því að setja út á alla hina (moahahahaha) þá fór ég og náði mér í kóla og settist í salinn við hliðina á mínum heittelskaða.
Horfðum við og horfðum og svo allt í einu byrjuðu garnirnar í mér að gaula lítinn lagstúf.....hallaði ég mér þá að herra Hrannari og tjáði honum það að ég væri ógurlega svöng. Hann bauð mér það að ef ég kæmi með honum heim þá skyldi hann elda fyrir mig átján rétta máltíð......nammm......hmmmmm......gæti verið trix til að ná mér með sér í bólið.......eða bara hans þörf fyrir að vilja gera ALLT fyrir mig:) Ákvað ég nú að reyna og sjá hvað hann raunverulega væri nú að hugsa, sérstaklega þar sem í boði var matur....var þetta bara gillinboð?
En sko þetta er auðvita ekki ástæðan fyrir því að ég skuli vera vakandi svona fyrir allar aldir og kemur hér hin rétta ástæða.....

Við fórum heim og viti menn hann byrjaði að elda.......jájá, reyndar ekki átján rétta máltíð en ljúffeng var hún ójá:) Og það sem meira er ég mátti ekki gera neitt á meðan hann var að stjana við mig nema horfa á sjónvarpið....talandi um ROSA GÓÐAN DRAUM;)
En já við borðuðum og horfðum á Hellisbúann og svo var farið að lúlla sér....saddur og fínn:)
En já einmitt ég var að meika pojínt hér......mér hefur reyndar verið sagt af mínum nánustu vinum henni Hrönnsu og Brynnsu að ég væri lengi að segja sögur....færi að tala um hin ýmsu atriði sem í raun koma sögunni voða lítið við......Vitið þið nokkuð hvað þær eru að meina?

Allavegana þá er sem sagt pönnsjið það að sko hann Hrannsi var að fara suður í morgun og þar sem ég fór með honum í hans bíl út á tanga í gær þá varð ég að gjöra svo vel að vakna og þurfti hann að rífa mig fram úr rúminu á rasshárunum sem eru bæ ðe vei orðin slatti síð:)hehehe:) og aka mér heim....vakti ég þá kisu...sem vakti þar með hanann og fór svo í tölvuna til að blogga lítið bloggi blogg;) Hér er svo sem sagt hin eina sanna ástæða og var hún ekkert merkileg né krassandi og þar af leiðandi hundfúlt fyrir ykkur lesendur góðir sem eru búnir að lesa þetta líka rosa langa blogg til að fá eitthvað sens í þetta ósens mitt en haha.......nó sens att oll:)

Avíta......
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com