<$BlogRSDUrl$>
Face Plant

sunnudagur, mars 28, 2004

Rulluf....... 

Hvað ætti ég nú að segja við ykkur í dag...já einmitt, söngvarakeppnin og það ball sem fylgdi á eftir. Það var ógeðslega gaman og bara meira gaman og hrein snilld. Dagurinn byrjaði um 12 hjá mér og ég fór í sturtu og svona og svo kom Hrannar og náði í mig og Brynju og Hafdísi Maríu og við fórum á Blönduós á hestasýningu og var það nú bara mjög fínt;)

Svo var bara komið heim um sex leytið og farið að mála sig og svona og gera smettið fínt og partý partý hjá Hrannari og þar voru matur og drykkir ala Bogga, rosalega gott skal ég segja ykkur.

Ball og svo var dansað og skemmt sér þangað til sumir sofnuðu í andyri félagsheimilisins og vöknuðu við það að tvö ung fljóð stóðu og voru að tala við Hrannar.....mín mundi náttúrulega EKKERT eftir því að hafa farið fram í andyri. Fyndið.

Jæja svo var ákveðið að fara heim og var þá klukkan orðin hálf fjögur....og voru þau hjón á Söndum svo næs að nenna að keyra okkur heim og ég sofnaði áður en ég komst úr fötunum og varð elskan hann Hrannar að fara í það skítaverk að klæða mig úr, hehehehe:)

Lokaorð mín verða þau að Mundi og Silli voru frábærir í gær og ég er hissa ef þeir komast ekki í hljóðver og Mundi, rosalega ertu flott kelling;)

Avitaseing.......
|

laugardagur, mars 27, 2004

noþþíng;) 

Jæja nú er að blogga eitthvað svo allir haldi ekki að ég sé dauð eða eitthvað:)
En hvað ætti ég nú annars að segja.....hmmmmm......leikæfingar á fullu og allt að smella í liðinn:)
Já ég var í hesthúsunum í dag.....mokaði flórinn, annars var nú lítið gagn að mér;)
Ég er að deyja úr spenningi fyrir morgundeginum, söngvarakeppnin og partý á undan og voða gaman:)
Nenni ekki að skrifa meira, veit ekki hvað ég á að skrifa meira svo ég hætti í bili;)

Avítaseing......
|

mánudagur, mars 22, 2004

Oft leynast gáfur í gufum..... 

Jæja þá er sú helgi búin og var hún argasta snilld....Hrönnsa ákvað að gefa mér snjóbrettaferð og kennslu í afmælisgjöf þannig að við fórum á Akureyri ásamt Brynju og Hafdísi Maríu og við Hrönnsa fórum beint á bretti á meðan Brynja fór í verslunarleiðangur:)
Þetta var svaka skrautlegt hjá okkur Hrönnsu og ég held svei mér þá að við höfum verið upp undir hálftíma að koma okkur að lyftunni, sem er EKKI löng leið en við vorum alltaf að detta:) Komumst að lyftunni og svo var haldið upp á fjall.....svo áttum við bara að hoppa og renna okkur úr lyftunni, jájá ég datt á resssgatið mar:)
Svo áttum við bara að bretta niður.......og það tókst barasta með nokkrum dettum hér og þar:)
Hrönnsu tókst að beyja rifbeinið í sér og ég meiddi mig 2 illa en það lagaðist allt mjög fljótlega vegna skemmtilegheita:)

Svo tók gamanið enda og Brynja kom að ná í okkur og við fórum í Hagkaup, þar spreðuðu gellurna peningum tvist á bast, út og suður og allt það á meðan ég fylgdist með Hafdísi Maríu sofa:)

Heimsókn til Jóhönnu Eyjólfs...og svo að borða á Greyfanum og hún Hrönnsa var svo yndæl og borgaði fyrir mig;) Ji hvað hún er góð:)

Svo var haldið heim á leið og allir voða þreyttir og það er einmitt þá sem eitthvað fyndið hrekkur uppúr fólki og átti Hrönnsa ansi margar fyndnar setningar:) Ein var þannig: jeg skal gå hjem og ha som sovepastiller, ég meina, jeg skal gå hjem og ha som sovemaskiner......sem er bara fyndið og þýðir að hún ætli heim og fá sér svefnvélar......en hún átti auðvita við að hún ætlaði heim og fá sér smá svefn;)

Svo varð til nýtt orðatiltæki ala Hrönnsa.......oft leynast gáfur í gufum:) eða eitthvað álíka:)

Á morgun eigum við Hrannar svo afmæli og í tilefni þess verður farið á Akureyri og út að borða, bíó og svo gist á hótel Kea, mig hlakkar gjeggjað til;)

Jæja er farin.............avítaseng:)
|

laugardagur, mars 20, 2004

Hlíðarfjall hjér ví komm;) 

Jæja næturgesturinn minn fór snemma í morgun.....ekki gott mál... en ég hélt áfram að sofa.....mjög gott mál;)
Hrönnsa hringdi í mig og sagðist vera búin að panta snjóbrettakennslu fyrir tvo á Akureyri á morgun kl 12 og ætlar hún að hafa þetta sem afmælisgjöf til mín....rosalega góð;)
Dj......hlakka ég til og ég segi nú bara vonandi fótbrotnum við ekki eða neitt....reyndar er ákveðinn aðili búinn að bjóða sig fram til að hjúkra mér ef svo skildi fara;)

Við Hrönnsa fórum svo í pottinn um sjö leitið í kvöld, með bjór í hönd;) og töluðum enn um heimsmálin.
Fórum til Brilla þar sem beið okkar feit og góð pizza ala Þinghúsið og voru þetta reyndar tvær feitar pizzur....allir fengu nóg;)

Pjakkur var með prumpuveikina......lagðist fyrir framan stólinn hennar Hrannar og leysti vind eftir þörfum....með þeim afleiðingum að Hrönnsa varð blá, gul og græn til skiptis;) Fyndið:)
Það var nefninlega verið að dekra hann út í sveit og honum var gefið SALTKJÖT!!! Svoleiðis gerir maður barasta ekki!!!

Jæja ég verð að fara að lúlla mér því ég þarf að vakna klukkan hálf níu á morgun:)

Sving sving.
|

föstudagur, mars 19, 2004

Ekki grannar......:) 

Já svei mér þá ef maður er bara ekki nokkuð hrifin;) Ég held það nú barasta...gott mál, og eins og alltaf þá er mikið talað um þetta mál, en það er nú bara gaman að því:) Okkur finnst báðum gaman að því svo endilega talið'i eins mikið og þið getið;)

Vá hvað var gaman á leikæfingu í dag......ég grét úr hlátri.....upp á sviði.....ógeðslega fyndið:)

Annars þá var ég hjá Brynju og Hafdísi í dag, Guðrún lagði til dýryndis mat og Brynja eldaði og svo borðuðum við allar, ég, Brynja, Guðrún, Hrönn og mamma, nammi namm:)

Hvað ætli helgin beri í skauti sér????

Bæbb;)
|

þriðjudagur, mars 16, 2004

vá hvað ég hef ekkert að segja.... 

Já maður getur því miður ekki ráðið tilfinningunum sínum og ég skal segja ykkur það að ég skil mig ekki sjálf þannig að það er ekkert skrítið að þið skiljið mig ekki. En svona er þetta barasta:)

Annars eru leikæfingar á fullu eins og alltaf.....og ég hef ekkert að segja nema það eru myndir á blogginu hennar Brynju af æfingu......vá bráðum á ég afmæli;)
|

mánudagur, mars 15, 2004

Helgin 

Jæja mér var tjáð það að ég ætti að koma með díteilsin, en það er ekki við hæfi barna held ég;)
Fór sem sagt í pottinn með vinkonum mínum og það var rosalega kósí, kertaljós og rómantík....berjavín og bjór....svakalega gott:) Þegar við vorum svo orðnar lausar á beinunum þá drösluðumst við upp úr og umræðuefnið var sem áður og alltaf þegar ég fer með vinkonum mínum í pottinn bannað börnum;)
Allir að mála sig og gera sig fínar og svo var haldið á ball.........

Var hún Unnsla keyrari og þurfti hún að fara tvær ferðir vegna þess að Hafdís María kom með til að fara í pössun til Evu frænku;) Borguðum okkur inn og svo var drukkið og dansað, ji hvað það var gaman;)
Svo sem sagt þá á síðari hluta þessa rosalega dansleiks sem var bæ ðe vei bara góður vegna dýrindis hljómsveitar sem kann meira að segja að spila "danska lagið" Alla vegana þá hitti ég ungann herramann sem ég hef aðeins verið að fylgjast með undanfarið og við spjölluðum, dönsuðum og eitthvað meira;)

Laugardagur var þunnur..........svo var verið að gera leikmynd og fleira fyrir leikritið klárt, sjónvarpsgláp og sofa.

Sunnudagurinn var yndislegur....vaknaði við Hrönnsu sem kom og sagði mér að veðrið væri yndislegt, farin að lifa sig inn í þetta væmna hlutverk Elu;)
Allavegana þá fórum við og Brynja og Hafdís María út að labba, rosalega kósí........svo gerðist nú eitthvað meira í dag en ég nenni ekki að segja meir, enda bloggið orðið allt of langt og kveð ég því að sinni;)

Bjútíbæ
|

föstudagur, mars 12, 2004

Jæja nú hef ég ekkert spennandi að segja enda helg ég að þessi blessaði bloggheimur sé einfaldlega að deyja út:(
Það kommenta voða fáir og allir voða lengi að skrifa eitthvað.

Í kvöld er svo kvöldið ógurlega.....vonandi verður gaman:) Svo er rosa gott veður og allt það, ekkert rokrassgat eins og í bænum;)

avíta.....

|

fimmtudagur, mars 11, 2004

Dauð mús... 


Jæja enn og aftur var mér skipað að skrifa hér inn á bloggið mitt.....rosalega er tíminn fljótur að líða:)

Allavegana þá er ég hér heima núna, er að æfa fyrir leikritið og ætlaði að fara Norður á þriðjudaginn en þá var Brynja svo elskuleg að biðja mig um að koma með sér og Hafdísi suður að kaupa gardínur....það var nú alveg ágætt, ég keypti mér að sjálfssögðu ekki nokkurn einasta hlut þar sem ég er að spara eða réttara sagt á ég ekki peninga:)

Við byrjuðum á því að fara til afa og ömmu og skipta á og gefa dömunni, Hafdísi sko, ekki Brynju:) Erna kom þangað til að skoða prinsessuna og svo brunuðum við í rúmfatalagerinn:)

Svo var það Smáralindin því að sjálfsögðu þurfti ég að fara og hitta hana Nónu vinkonu mína því hún var að monta sig af því að vera búin að klippa á sig topp og líkist hún nú engri síðri en Marilyn Monroe.....og svo tjáði hún mér það að henni þættu skórnir mínir ljótir....trúið þið því, ljótir......þeir eru reyndar frá 98 og svona háir en það er þó skárra en þessi bévítans támjóa tíska í dag...og heyriru það Sigrún;)
Talandi um þessa skó mína....ég var ekki búin að fara í þá í tæplega ár......og þegar ég stakk tánum ofan í skóinn þá var eitthvað fyrir, nú ég ofan í með hendina og þar var eitthvað hart loðið......DAUÐ MÚS....þið hefðuð átt að sjá mig og viðbrögðin hjá mér.
Ég hoppaði hæð mína og þar sem ég er svona pjattrófa þá þvoði ég mér með mikilli sápu og aftur og aftur...þetta er hryllileg opplevelse:(

Nú svo eru allir að koma heim um helgina....Sigrún og Mundi ætla að skreppa hingað og svo kemur Unnur frá Akureyri og við erum allar að hugsa um að fara í heitapottinn og sötra bjór á föstudaginn og svo ball með Kasmír á eftir;) Ji hvað það verður huggulegt.....þegar ég segi allar þá á ég náttúrulega við mig, Brynju, Hrönn, Sigrúnu og Unni.
Og Nóna nennir ekki að koma hingað....segist bara vera að fara í annað partý....fnussssss:)

Avítaseing
|

laugardagur, mars 06, 2004

FERÐALAGIÐ MIKLA..... 

Já nú er ég komin heim í sveitina til að æfa fyrir þetta blessaða leikrit....sem á víst að fara í loftið 7.apríl.....ég á eftir að sjá það;)

Kemst voðalega lítið á netið á Akureyri enn sem stendur en það er verið að redda því að ég fái tengingu inn í herbergi til mín og þau eru með adsl þannig að weeeee hvað það verður gaman einhvern daginn;)

Er ég ekki búin að gera fínar síður barnanna? Ó jú jú það finnst mér;)

Við Hrönnsa og Brilli fórum í pottinn áðan á meðan mamma passaði Hafdísi.....ji hvað potturinn var ógeðslegur, en við þrifum hann nú bara og sátum bara samt í honum í rúmlega klukkutíma;) Gott það;)
Annars planlögðum við mikið og skemmtilegt ferðalag....við ætlum að leigja húsbíl, taka Norrænu og keyra um í Noregi, Svíþjóð og Danmörku.....aðallega Noregi sko:) Ji hvað verður gaman...hver vill koma með sem barnapía????
Svo er alltaf spurning um það hvort úr þessu verði...........:)

Jæja nú er mér orðið illt í rassinum á því að vera fyrir framan tölvuna, búin að sitja ansi lengi, en mér en nú samt ekki eins illt og Hrönnsu var í sínum rassi ekki alls fyrir löngu;) En nóg um það;)

Já og vissuð þið það að hún Nóna er loksins komin með baðkar og getur því farið í bað annars lagið........skemmtilegt ekki satt;)

Bless........
|

miðvikudagur, mars 03, 2004

Nýtt blogg.... 

Jæja nú er ég loksins komin á Akureyri....búin að koma mér fyrir, vantar að vísu eitthvað til að gera herbergið mitt aðeins hlýlegra;) En það kemur allt bráðum. Já ég fór suður síðustu helgi og var það að sjálfsögðu mjög gaman...fór á djammið með eiginlega öllum vinum mínum og mér fannst mjög gaman, nema hvað hópurinn tvístraðist út um allt. Sumir voru með útlendingum og aðrir voru ekki með útlendinum:)
Ég gisti svo hjá Ægi og var mér tjáð það þegar ég vaknaði að ég hryti....var reyndar búin að heyra það hjá einni manneskju áður en þá harðneitaði ég...en nú eru víst komin tvö vitni þannig að ég verð víst að ganga við þessu:(

Sumir löbbuðu heim eftir djamm...alla leið í Kópavoginn....og varð veik fyrir vikið eftir tveggja tíma göngu.

Annars verð ég að fara núna, verið að reka mig út...kem aftu síðar.....já ég er búin að hafa það rosa gott hér..Unnur er alltaf að bjóða mér í mat....vá hvað ég verð feit ef þetta á að halda svona áfram.....:)

Avíta............
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com