<$BlogRSDUrl$>
Face Plant

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Ekkert merkjó 

Já ég fór sem sagt ekki á Akureyri í dag....virðist alltaf fresta því.....verð að reyna að fara á morgun :(

Annars er ég aðallega búin að sofa í dag....flyja vandamálin skiljið þið....

Avíta....
|

Akureyri... 

Jæja þá er ég að fara á Akureyri á morgun....guð hvað mig kvíður fyrir...er ekki búin að pakka, veit ekkert hvað ég á að hafa með mér....veit ekkert hvað ég ætla að vera lengi...kem ég aftur á fimmtudag til að ná leikæfingunni?? Veit ekkert í minn haus!!!

Svo þarf ég líka að klára að bóna bílinn minn áður en ég fer og skipta um olíu á honum....jiiii hvað ég þarf að vakna snemma....

Góða nótt;)
|

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Beljukossar....... 

Já langt síðan síðast...hef engan veginn nennt að blogga síðustu daga svo ég einfaldlega gerði það ekki eins og þið hafið kanski tekið eftir;)
Allavegana þá er Máni hættur við að leika í leikritinu...fékk vinnu í Kárahnjúkum og fer þangað þannig að ég fékk hlutverkið hans og það er ekkert smáræði..er inni á sviðinu næstum allt leikritið..voða gaman:) Nema hvað það er einn hængur á...ég er að flytja til Akureyrar og hvernig á ég þá að fara að þessu? Mig langar svo að vera með og vonandi get ég það einhvernveginn;)

Brynja og Hafdís eru komnar heim...jibbí, var að passa dömuna í dag á meðan Brynja fór að skoða Hvammstanga eftir laaaaaaaaanga fjarveru;) Haldiði að daman hafi bara ekki sofið allan tíman og verið voða góð:) Hún er alltaf góð...ennþá;)
Ég bónaði bílinn hennar Brynju...svaka fínn og svo er ég að bóna minn bíl núna...er hálfnuð;) Gjeggjað;)

Nenni ekki að skrifa meira...nema jú vil endilega koma innilegum þökkum til bakarafjölskyldunnar á Hvammstanga...bakarastelpan mætti nefninlega á leikæfingu í kvöld með fuuuuuuullt af bollum....ógeðslega gott;)
Þannig að hér með sendi ég stórann beljukoss til ðí beikers;)

Jæja bless;)
|

föstudagur, febrúar 20, 2004

Prinsessan Finnst ykkur hun ekki yndisleg ;)
|

Sætust....... 

Jii....hvað hún er mikið krútt hún litla frænka mín....ef einhver ykkar eru með eitthvað netsvæði sem ég get fengið að lauma inn einni mynd af henni svo allir geti séð prinsessuna:) Þið skiljið? Jú örugglega þið eruð svo klár;) Endilega látið mig vita;)
Avíta;)
|

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Litla Prinsessan komin ;) 

Já það er satt...þið megið alveg trúa því en systir mín er loksins búin að eiga sitt barn. Var það myndarstúlka, 3885gr og með stóra holu í hökunni, enda ekki langt að sækja það;) Hún er með bollukinnar og svaka sæt. Hún fæddist í nótt..18.febrúar kl. 02:41 eftir langa bið.
Þurfti Brynja samt ekki að rembast lengi þegar þetta var loksins farið að stað eða ekki nema svona ca hálftíma;) Allt gekk eins og í sögu og Hrönnsa klippti á naflastrenginn. Hún sagði að þetta hafi verið rosa gaman allt saman;)
Jæja nú er ég að fara að gera mig tilbúna til að fara að sjá prinsessuna þannig að nú nenni ég ekki að skrifa meira..skrifa meira þegar ég er búin að skoða frökenarnar;)
Avítaseing.....ÉG ER MÓÐURSYSTIR.......................LOKSINS;)
|

Ekkert enn.....meiri bið... 

Jæja nú er tæknilega komin 18.febrúar og í dag er öruggt hægt að segja að krílið fæðist á næstu tímum. Hún systir mín var sem sagt sett af stað rúmlega hádegi 17.feb og enn er ekkert komið að ég held;) Þannig að þetta er nú búið að taka nokkurn tíma og sennilegast er systir mín orðin frekar þreytt...en hún gleymir því örugglega um leið og krílið fæðist;)

Annars er ekkert að segja þannig að ég skrifa bara meira seinna..og já Mundi er búinn að blogga á ný...enda kominn tími til segi ég nú bara!!!! Ægir er fyllibytta!!;) Eða sko...það er víst alltaf eitthvað fólk að beyta hann hópþrýstingi og 'láta' hann detta í það með sér....en sú ósvífni;) Þetta kallast einelti;)
|

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Nokkur atriði... 

Já mér var víst skipað að blogga...hef víst vanrækt "elsku bloggið" mitt undanfarna daga:(
Hvað ætti ég nú að segja ykkur sniðugt?? Já svona ykkur að segja þá eru nýjustu fréttir af systur minni og bumbunni hennar að bumbukrílið verður þvingað úr bumbuheimum á morgun, þriðjudag, klukkan 12 þannig að um þetta leyti á morgun er mjög líklegt að ég verði orðin móðursystir eftir laaaaaaaaaaanga bið;)

Annars hvað er nú meira merkjó í fréttum...já ég var ásamt leikfélaginu Gretti á svona dramanámskeiði í gær, sunnudag, og til að kenna okkur kom dramateraput úr Dramasmiðjunni að nafni Margrét Ákadóttir. Þetta er fræg leikkona og hefur leikið í mörgum verkum held ég, alveg frábær og mjög skemmtileg. Þetta var rosalega gaman og þó að þetta hafi verið rúmlega 4 klst þá hefði það samt alveg mátt vera lengur vegna skemmtilegheita.

Í kvöld var svo leikæfing og vorum við að í 3 tíma, enn og aftur, mjög gaman. Að vísu vantaði 2 leikara en þá voru bara aðrir sem hlupu í skarðið.

Hrönnsa keypti sér bíl í dag...voða montin held ég og var fyrsta ferðalagið í þeim bíl farið í dag alla leiðina frá Akranesi og til Reykjavíkur og til baka náttúrulega. Með í för var feitabolla að nafni Brynja Ósk og svo að sjálfsögðu eigandinn hin eina og sanna HRÖNN:) Var farið í smáralind og svo ætluðu þær í bíó, á myndina þarna gothika eða hvernig þetta er nú skrifað:)
Ég blótaði systur minni í sand og ösku yfir því að vera að fara í bíó og á þessa mynd sem mig langar gjeggjað til að sjá án mín. Hún hló bara og sagðist vera að hefna sín af því að við Hrönnsa værum vanar að fara á ALLAR myndir sem Brynju langar til að sjá án hennar:) SVINDL;)

Já ég er byrjuð að lesa nýja bók...reyndar er hún ekki svo ný...þetta er biblían, sem segir ykkur það að mér leiðist ógurlega í lífinu!!!:)

Jæja nú nenni ég ekki meiru..............blesssssssssssssssssssssssssss;)
|

sunnudagur, febrúar 15, 2004


|

laugardagur, febrúar 14, 2004

Gleymdi að segja þetta áðan;) 

Tók svona próf........sniðugt....eða eitthvað....bara til að gefa tryggum lesendum mínum meira að lesa frá mér;)

og það var hérna en ég tók það út afþví að það var ógeðslega lengi að koma inn....mjög pirrandi!!!;)

Já og svo gleymdi ég að segja það áðan að búið er að velja í hlutverk í leikritinu.....ég leik Kitty....gaman að því;)
|

lítið að segja.... 

Jæja langt síðan síðast...hef bara ekkert að segja merkjó sko...er búin að fara hundrað sinnum á Akranes í þessari viku...ok ég ýki þetta kannski um svona 98 skipti:) Náðum í Brynju í gær..gaman að því...allavegana fyrir hana því það er sennilega skemmtilegra að bíða hérna heima.
Dísös...hringdi í Moggan í dag til að spyrja hvert væri best að senda greinina...þeir sögðu mér það og tjáðu mér það líka að það væru ca 70 greinar í bið á undan minni...þannig að mín grein birtist ekki fyrr en í sumar!!!
Það er samt betra en ekkert....bíð bara þolinmóð;)
Jæja hef ekkert að segja meir...bæbb
|

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Nokkrar frekar ógeðslegar staðreyndir... 1) Eftir eins tíma sundferð hefur þú komist í snertingu við hálfan lítra af þvagi.

2) Á meðaldegi kemst þú í óbeina snertingu við 15 tippi, t.d. við að taka í hurðarhúna.

3) Árleg neysla meðalmanneskju á skyndibitamat inniheldur 12 kynfærahár.

4) Á einu ári gleypir þú 14 skordýr í svefni.

5) Á einu ári heilsar þú með handabandi 11 konum sem hafa nýlega fróað sér og gleymt að þvo sér um hendurnar.

6) Á einu ári heilsar þú með handabandi 6 körlum sem hafa nýlega fróað sér og gleymt að þvo sér um hendurnar.

7) Flestir karlmenn þvo alls ekkert á sér hendurnar eftir að hafa verið á klósettinu. Veltu því fyrir þér næst þegar þú ert á barnum og færð þér hnetur úr skálinni á barborðinu.

8) Í meðalbrúðkaupi hefur þú hundrað möguleika á að smitast af frunsu frá einum gestanna.

9) Þú andar daglega að þér hálfum lítra af endaþarmsgasi frá öðrum.

10) Tannlæknar telja að tannburstar verði að vera í a.m.k. tveggja metra fjarlægð frá klósettskálinni til að sýklar í loftinu frá skálinni festist ekki á burstunum.

11) Þú eyðir sex mánuðum lífs þíns á klósettinu.

12) Ef þú nagar neglurnar innbyrðirðu meira magn sýkla en ef þú sleiktir hreina klósettskál.

JAMMÍ SEGI ÉG NÚ BARA........

|

Oj & Oj 


Þetta er það sem mér finnst um Justin Timberlake...en ég var einmitt að horfa á Grammy-verðlaunin áðan og var hann að syngja eitthvað...það eina sem ég tók eftir fyrir utan það hvað mér finnst hann leiðinlegur var það að hann var alltaf að reka nefið á sér í mikrafóninn...þannig að nefið á honum beigaðist hingað og þangað...ógeðslega pirrandi!!!


Svona líður mér eftir að hafa borðað heilt rís.....þannig er nefninlega mál með vexti að það er ekki lengur til lítið rís, það sem er lítið rís núna er það sem var stórt rís einu sinni!! Og svo er komið hjúgs rís í staðinn fyrir þetta stóra?
Þetta var nú í lagi þegar maður var lítill og var algjör nammigrís og fannst frábært að fá stórt rís.
En þar sem ég er hætt að vera nammigrís en langar samt annars lagið í rís...lítið rís..sem ég get klárað án þess að verða óglatt...þá finnst mér þetta hrein skömm og synd...og segi ég eins og Ægir vinur minn sem veit allt....ég kenni þjóðfélaginu um þessi ósköp!!

|

mánudagur, febrúar 09, 2004

ekkert merkjó..... Já nú er kominn mánudagur..eins og stendur skýrum stöfum hérna að ofan...en allavegana þá er ég búin að vera vakandi lengi núna...miða við svo marga aðra daga. Var nefninlega að horfa á sjónvarpið í gær og kl 21 var ég alveg að sofna...svo ég fór bara að sofa og er þar með að reyna að snúa sólarhringnum aftur við:)
Svaf vel og lengi;)

Núna er ég bara búin að hanga á netinu...tala við Brynju sem sagði mér að ekkert væri að gerast hjá sér og að hún ætti pantaðan tíma í skoðun á næsta fimmtudag....sagðist hún nú ætla í verkfall ef hún væri ekki búin að eiga fyrir þann tíma....hélt að hún væri nú þegar í verkfalli...allavegana litli bumbubúinn;) Svo nú er hún bara að njóta þess að drekka kók og borða m&m með hnetum;)

Svo er ég að hugsa um að fara að skrifa þessa grein sem ég ætla að skrifa um "vin" minn á póstbílnum!!!
Bless á meðan:)
|

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Þorrablót með meiru... 

Já nú er sunnudagur og ég vöknuð eftir amstur gærdagsins...mikið gaman mikið grín...Skemmtiatriðin voru mjög góð, "hljómsveitin" var mjög góð...og segi ég hljómsveitin innan gæsalappa vegna þess að þetta var einn maður...gjeggjað..reyndar var "hljómsveitin" veik á miðju balli...og aldrei hef ég vitað til þess að heil hljómsveit fái ælupest í einu;) Hann fékk sem sagt ælupest greyjið og þurfti því að hlaupa inn á klósett svona á milli laga:)

En þar sem það er svo mikið af hæfileikaríku fólki hér í sveit þá tóku bara aðrir við á meðan...Guðmundur á Núpi kom með nikkuna og röddina sína og með honum sungu þeir Tóti Ó og Nonni Bergmann...svo tók Ari líka lagið..allt var þetta mjög gott og veit ég ekki betur en að allir hafi skemmt sér rosa vel:)

Allir voru fullir að venju...allavegana mikill meiri hluti sveitarfélagsins.....nema ég og nokkrir aðrir vitringar:)En ég verð nú að viðurkenna að það er ekki alveg eins gaman á Þorrablóti svona edrú...allavegana ekki á ballinu. Ég er allavegana mjög fersk í dag.

Svo var eins og þetta þorrablót ætti bara eiginlega ekki að vera...fyrst var því frestað...svo fékk "hljómsveitin" ælupest...og í lokin þurfti að kalla til sjúkrabíls vegna slyss sem varð í lokin....maður datt niður stigann og rotaðist...blóð út um allt! Hann var svo fluttur suður og vonandi nær hann sér samt!
Fyrir utan þessi þrjú atriði þá var þetta þorrablót hrein snilld;)

Já svo vaknaði ég í dag...fór á fund með nýja leikfélaginu hér....það var gaman...og þið vitið nú sennilega öll hvað ég er feimin....og er það ein ástæðan fyrir því að ég ætla að vera með + það að það er svo gaman;) Allavegana þá þurfti ég að lesa uppúr bók fyrir framan alla og ekki nóg með það heldur þurfti ég að vera smámælt við það:) GAMAN að þessu.
Og Sigrún Dögg er ekki með...hehehehehehehehe;)

Já Hinrik...ég var að heyra kjaftasögu af þér....þér og útaf akstri...vissi af einum fyrir, þennan hjá Hreðavatni, en hinn hafði ég nú ekki heyrt um...þennan þarna út á Norðurbraut..hehehe, varstu kannski með makkann í annari og gemsann í hinni??

Já og ég er búin að bæta þeim skötuhjúum, Tomma og Guðrúnu, í linkin mín þannig að endilega skoðið þær síður:) En Guðrún...það vantar kommentin á síðuna þína!!! Maður verður að geta tjáð sig sko;)

Jæja hætt að burla að sinni....HVER SAGÐI SKÁL???
|

föstudagur, febrúar 06, 2004

Sorrrrrryyy... 

Sorry hvað bloggið er langt...þarna á undan og ég skil að þið nennið ekki að lesa það...en gerið það endilega fyrir mig...það skiptir mig rosalega miklu máli....takk;)
|

Meira til að tjá sig... 

plís lesa síðasta blogg:)
|

Hálvitar í umferðinni....plís lesa...fyrir mig;) 

Jæja nú er þessi dagur að kveldi kominn...hann er búin að vera mjög góður fyrir utan einn hlut..eða einn mannasna sem ber ekki virðingu fyrir neinum nema sjálfum sér!!

Allavegana þá keyrði ég Hrönnsu til Brynju á Akranesi...og við ákváðum að fara til Reykjavíkur og fá okkur makka að eta...gerðum við það eftir að við vorum búnar að skoða litla Röggu og Pétursson vel og vandlega og hann er ekkert smá lítill og sætur...fullkominn...og að venju þá var Emil Óli jafn sætur og áður;)

Við tókum ódýrt bensín á Atlants Olíu og græddum við fuuuuulllt af peningum á því;)
Keyrðum við svo heim á Akranes...brjálað veður á Kjalarnesi en við komumst þó heilar á Akranes...þar spjölluðum við um skemmtilegheit dagsins og drauma bílinn hennar Brynju sem er víst Nissan Clio......djöfull hlógum við að því...Nissan clio...er ekkert sem heitir það Brynja;)

Jæja nú ákvað ég að leggja af stað heim og klukkan að verða 23....þegar ég er rétt utan við Borgarnes þá byrjar að snjóa svona all svakalega...jólasnjór...með vindi og ég sá næstum ekki neitt....þannig var það allan helvítis Norðurárdalinn og svo varð veðrið betra á heiðinni nema það var jólasnjór...logn og mikill snjór á veginum...það mikill að ég ákvað að fara varlega þar sem ekkert mátti útaf bera til að maður gæti misst stjórn á bílnum.....Keyrði á svona 60-80 km hraða og þótti bara ágætt. Hafði stjórn á hlutunum!!

Svo þegar ég er að byrja að fara niður af heiðinni þá kemur vörubíll alveg í rassgatið á mér...og gaf mér ekkert tækifæri til að hægja á mér og hleypa honum framúr..og þar sem það voru svona för á veginum þá var mjög erfitt að færa sig bara si svona...og já ég viðurkenni það að ég var á miðjum veginum.

Heyrðu svo keyrir vörubíllinn sem sagt alveg upp í rassgatið á mér og gefur mér ekkert tækifæri...og ég reyni eftir mesta megni að koma mér yfir á hægri helming vegarinns til að hleypa honum fram úr mér og í leiðinni hægði ég á mér...en var hrædd við að hægja á mér vegna hræðslu við að fá hann í rassgatið á mér!!!

Heyrðu...hann ákveður að taka framúr..ég er að hægja á mér...og svo kemur kófið...ég sé ekkert í svona ca 15 sekúndur...munaði engu að ég færi utan í hann sökum þess að ég sá ekkert...bara svona hálfum meter eða svo....
já og ég sé ekkert...bremsa...og snögg stoppa með því að fara útaf....og sem betur fer þá var það snjórinn sem tók við mér...og var alveg hættulaust landslagið.

Já ég er komin útaf vitleysu megin á veginum...alveg brjáluð...og vitiði hvað...vörubíllin hélt bara áfram sinni leið!!! Vá hvað ég var reið..hvað ef það hefði verið hátt út af veginum og ég endað út í gili dauð eða eitthvað!!

Bíll kemur...nei hann keyrir framhjá!!! Þetta var Flytjandavörubíll...hefði alveg getað stoppað og kippt í mig...ekki málið.....annar bíll...jeppi, eldri maður frá Hólmavík,svo elskulegur að hjálpa mér...dró mig upp og var jafn hneykslaður á þessu öllu saman og ég...takk æðislega fyrir það manni;)

Ég keyri bara niður af heiðinni og kem í staðarskála....sá ég ekki sökudólginn sem hefði alveg getað átt sök á meiri háttar slysi....ég stoppa og spurði hann hvort honum þætti þetta ekki vera tillitleysi að bara koma svona alveg uppað manni...gefa manni engan sjéns...taka framúr...vitandi það að það keumru mikið kóf og að ég eigi ekkert eftir aðsjá...lengra komst ég ekki þar sem hann byrjaði bara með kjaft...sagði að það væri tillitsleysi í mér að vera svona á miðjum veginum og bara þykjast eiga heiminn...ef ég gæti ekki keyrt í allskonar veðrum þá ætti ég bara að vera heima hjá mér!!!
Ég sagði honum að hann hefði ytt mér útaf veginum...engin viðbrögð...sagði bara eitthvað að ég væri rugluð....ég sagði að færið hefði verið slæmt...NEI það var sko bara ekkert!!! Svo sagði hann, ég tek það fram að ég fékk voðalega lítið að tala, hann sagði...veistu hvað ég hefði átt að gera?? Ég hefði átt að ýta aðeins í aftuendan á þér þannig að þú færir útaf og værir ekki fyrir mér!!! HALLÓ??? Já og svo kom hann nú líka með þá afsökun að þeir þyrftu að flýta sér....hann væri að bera út póstinn, já þetta var póstbíll!!! Ég spyr, hver er tilgangurinn að vera að flýta sé með póst til almennings sem maður er kannski búin að drepa!!! Ég ákvað að fara...tók niður bílnúmerið hans og tjáði honum að ég ætlaði að kæra hann!!!! Og það ætla ég að gera...

Það gerðist ekkert...ég meina ég var heppin og hann var heppinn..ég er heil bíllinn heill og stikan er reyndar brotin!!! En þetta hefði getað farið miklu verr...og hver vegna...tillitsleysi. Hvað er að verða um heiminn í dag.... Vá hvað ég er reið!!

Hvað finnst ykkur að ég ætti að gera í þessu máli??? Endilega tjáið ykkur:) Takk:) Er ég að gera of mikið veður út af þessu? Svarið hreinskilnislega:)
|

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Burl... 

Já nú er ég búin að fara í pottinn með henni Hrönnsu...ræddum heimsfriðinn og erum búnar að finna leið til að bjarga heiminum frá glötun og finna leið frá hungursneið og öllu því veseni;)
En þetta er bara okkar á milli og er algjört hernaðarleyndarmál;)

Annars er ég að spá í fara bara og horfa á sjónvarpið..drekka vatnið mitt...og borða smartísið mitt;)

Skemmtið ykkur vel við að spá í hversu innihaldslaust þetta blogg mitt er í dag;)

Adjö.....
|

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Bull og vitleysa dagsins 

Já hei alle juppa.....veit nú ekki hvað ég á að segja ykkur skemmtilegt...Nema það að hún systir mín er víst ólétt....en krakkinn vill ekki út.
Allir aðrir búnir að spýta sínum krökkum út....og það voru eintómir strákar sem komu;)
Já og ég er að fara í pottinn með henni Hrönnsu á eftir, ætlum við að ræða heimsfriðinn og svona.

Ef maður er ástfangin af einhverjum þá er víst nóg að segja ú í ú ú a tsjing tsjang walla walla bíng bang...þá á sá sem maður er ástfangin af að verða ástfangin á móti....hef prófað það og það virkar bara ekki rassgat;)
Þannig að ekki taka mark á svona vitleysu;)

Jæja ég segi ykkur bara einhverjar krassandi kynlífssögur síðar......já og vissuð þið það að ég er að verða móðursystir...gvöð hvað mig hlakkar til;)

Já og ég veit að allir með viti fylgjast með grönnum...en eftir granna á daginn þá er þáttur sem heitir couplings og hann er algjör snilld að mínu mati...endilega fylgist með honum;)
|

mánudagur, febrúar 02, 2004

Háspenna lífsætta!!! 

Nú er ég sem sagt komin heilu á höldnu heim til mín....ógurlega þreytt eftir lítinn svefn í nótt og átök dagsins í dag!
Dagurinn byrjaði þannig að klukkan 11 í morgun þá lagði ég af stað norður...stoppaði reyndar fyrst á mc donalds og keypti mér 2 hreina ostborgara og lítinn skammt af frönskum og vatn til að skola þessu niður:)

Svo keyrði ég heim í góða veðrinu....sól og blíða..ég sæl og södd og mússíkin í bottni;) Geggjaður fílingur sko:)
En þegar ég var að verða komin heim, ákvað ég að stöðva bílinn fyrir utan veg inn aflegerann að Heggstaðarnesi:) Þar stoppaði ég svo faglega.....næstum því á hliðinni og með afturdekkið maaaaaarga sentimetra frá jörðinni....og fór að lesa Myndbönd mánaðarins sem ég fékk einmitt í gærkvöldi og þar las ég nú margar slúðursögurnar;)

Allavegana þá fór ég sem sagt útaf....mjög svo aulalegt og kjánalegt...og auðvita þurfti hann Hinrik að vera á rölti þarna og sjá þetta allt saman....vandræðalegt:) Ég meiddi mig semsagt ekki neitt...fann aðeins fyrir beltinu en ekki annað....ekki var ein einasta skráma á bílnum...og stikan var heil;)

Jenný tú ðe reskjú.....en bíllinn minn var of langt útaf og of mikil hálka.....Kalli tú ðe reskjú....kom á traktornum sínum og bjargað mér á svona 15 sekúndum;)
Fór heim á fund...eitthvað í sambandi við leikritið sem á að setja upp hér..ætla að vera með;)
Og svo tattúaði ég í 2.5 tíma og fyrir það fékk ég 17 þúsund krónur...ágætis tímakaup;)
borðaði...sofnaði...netaðist...sjónvarpaðist...netaðist....bæaðist;)

Ps...Hinrik veiddi ekki neitt...hehehehe;)
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com