<$BlogRSDUrl$>
Face Plant

laugardagur, janúar 31, 2004

Djammari;) 

Já nú er ég í Reykjavíkinni hjá honum Ægi...fórum við út á djammið í gær og var það nú bara andskoti gama skal ég segja ykkur....ég ætlaði nú bara að drekka einn bjór...vera dugleg stelpa og svona en nei auðvita ekki....drakk alveg helling en eyddi nú samt ekki miklum peningum,lét karlpeninginn blæða sem var svo vitlaus að vilja bjóða mér upp á bjór;)

Já við byrjuðum sem sagt á því að vera heima hjá Ægi og var þar einn vinur hans líka...vorum að peppa okkur upp á nokkrum bjórum og ég að éta samloku sem ég "eldaði mér" hehehe;)
Svo tókum við afgangsbrauðið og settum það í poka og héldum af stað niður í bæ á tveimur jafnfljótum...reyndar voru hans aðeins fljótari en mínar en ég er svo sem bara að bulla þannig að það skiptir ekki máli;)

Stoppuðum við tjörnina...gáfum bíbíunum brauð...en þetta var eins og að ætla að fæða nígeríu eða eitthvað því að það voru ekki nema 4 fuglar eða eitthvað sem fengu bita sökum þess að þetta voru nú bara 2 brauðsneiðar;) Fyrstur kemur fyrstur fær;)

Leið okkar lá á Hverfisbarinn...leiðinlegt...viktor...leiðinlegt...Dubliners....GAMAN...Amsterdam...gaman...
Capital.....hmmmm....Amsterdam...gaman....Hlöllabátar...gott...leigubíll..dýrt;)Heim og sofa;)

Vaknaði í býtið...ef býti skal kalla kl 16 og Brynja, Hrönnsa og Ægir komu og náðu í mig;) Borðuðum helling og einhverra hluta vegna þá barst alltaf talið aftur að Eyþóri Eðvalds...ekki gott sko;) Nú er ég bara að tjilla hjá honum Ægi...erum að hugsa um að fara að horfa á James Bond...einhverja eldgamla mynd sem er gaman að sjá aftur:)

Svo verður gaman að sjá hvað kvöldið í kvöld ber í S K A U T I sér;)

Avíta........
|

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Heaven.......what a lovely place:) 
Það var einn fallegan vordag að lífið gekk sinn vanagang og eins og gerist stundum þá var það Pakistani á miðjum aldri sem hrökk upp af.....
Þegar hann kemur að gullna hliðinu.....þá er Lykla Pétur þar að sjálfsögðu..... Pakistaninn gengur upp að hliðinu og án þess að segja orð snýr Lykla Pétur sér við og hrópar inn í himnaríki.........VANTAR EINHVERN LEIGUBÍL???

Hehehehahahahaha, vá hvað ég er fyndin:)

verð að setjast niður svo ég meiði mig ekki....hehehehe;)
|

Leiðrétting.....kallar í hvítum sloppum 

Ég ætla bara að taka það fram vegna fjölda áskorana og mikils miskilnings að þó ég hafi sagt síðustu daga lífs míns hér í blogginu á undan að þá meinti ég einfaldlega það að þessir síðustu dagar hafa verið síðustu dagar lífs míns.....ég meina síðustu dagarnir í lífi mínu...æj þetta kemur alltaf asnalega út...allavegana þá meina ég að þó ég hafi sagt þetta þá er ég ekki að segja það að ég sé að fara að drepa mig....eða sé haldin banvænum sjúkdómi eins og ein vinkona mín hélt!!!!

Ég meina má maður ekki koma með nokkur fleyg orð og þá er maður misskilinn svona allsvakalega, ég meina mamma hélt að ég ætlaði að gera ég veit ekki hvað? Þó mér hafi nú oft dottið það í hug þá ætla ég ekki að gera það og hana nú!!!! Þið losnið ekki við mig svo auðveldlega....ætla að verða ykkur til ama eins lengi og ég get;) hehe;)

En ég ætlaði sem sagt að fara á Akureyri í dag....en fór ekki vegna þess að ég hélt að það væri vont veður...meina heyrði það í útvarpinu síðustu nótt...og þá nennti ég ekki að vera að fara...út í vonda veðrið skiljiði?

En svo var örugglega ekkert vont veður því þegar mamma kom heim úr vinnunni þá vildi hún endilega fá mig á rúntinn vegna góðs veðurs...hmmm...já ég veit ég er svolítið gróin við heima-ið mitt...enda vil ég bara vera ein og hugsa þessa dagana.

Talaði við þá á Akureyri í gær og sagði þeim að ég ætlaði að koma til þeirra en ég vildi bíða eftir því að systir mín myndi eiga sitt fyrsta barn...væri svo spennt og vildi ekki missa af því....audda skildi hann það....betur en mínir nánustu eiginlega...allir skilja mig betur undanfarið en þeir sem ég vill að skilji mig og þess vegna hef ég ýtt þeim í burtu!
Og allir bara....já en okkur þykir vænt um þig....og ég bara....æj ég vil ekki tala um þetta á blogginu minu...bloggið á að vera staður gleði og hamingju:)

Þannig að nú var planið að bíða eftir því að þið vitið hver...spíti þið vitið hverju út úr þið vitið hverju þannig að ég geti knúsað þið vitið hvað og þá verð ég orðin þið vitið hvað.....móðursystir;)

En þannig verður þetta nú aldeilis ekki....held að þetta sé að verða eins og í bíómyndunum....held að ég...the evil sister....eigi bara að vera lokuð inni á hæli...það koma kallar í hvítum sloppum sem mamma sendi...hún hótaði því sko held ég...og taka mig og loka mig inni...og á það að vera mér fyrir bestu!

Og svo við höldum nú áfram að líkja þessu við bíómyndirnar....þá berst ég á móti....afþví að ég veit að þetta er ekki mér fyrir bestu...vantar bara einhvern til að elska og eitthvað bleh bleh.....og já ég berst á móti....og þá er ég bara hlekkjuð niður og dópuð út í eitt.....já kannski aðeins og langt gengið í hugmyndarfluginu...hollywood mar;)

En allavegana þá ætla ég ekki að lenda í einhverju svoleiðis veseni....fer frekar eitthvað í burtu takk fyrir....geri ekki neitt sem ég ekki vil.


|

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Takk Mundi minn ;) 

Já loksins hef ég komist að því hverjir vinir mínir eru...það er hann Mundi...hann tileinkaði mér sitt síðasta blogg, reyndar sökum frekju af minni hálfu en ég meina hann gerði það samt;)

Það eru nú ekki margir sem gleðja mitt hjarta svona mikið síðustu daga lífs míns;) En allavegana þá segi ég bara weeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee og aftur weeeeeeeeeee;)

Get ekki skrifað mikið núna þvi batteríið á tölvunni hennar mömmu er að klárast og því þarf ég að fara að skila henni og gefa henni aðeins að eta....tölvunni sko:)

Ég skrifa meira þegar batteríið er orðið full aftur;)
|

sunnudagur, janúar 25, 2004

Gáta:) 

Það var kona sem missti pabba sinn og í jarðaförinni þá hittir hún mann sem hún verður yfir sig ástfangin af.
Þau eru eitthvað saman þennan dag og hann huggar hana og svona......förum ekkert nánar út í þau dónaatriði:)
Daginn eftir þegar hún vaknar og sér að hann er farinn þá fattar hún að hún veit ekki hvar hann býr né símanúmerið hans eða neitt um hann. Ekki eftirnafnið og neitt.
Seinna þennan sama dag fer hún og drepur systur sína, afhverju gerir hún það??? Hvað dettur ykkur fyrst í hug???
Endilega svarið þessu fyrir mig:)
|

föstudagur, janúar 23, 2004

Perringur........ 

Hmmmm, hvað ætti ég nú að segja ykkur skemmtilegt í dag?
Ég hef voðalega lítið að segja þessa stundina....Mikið að gera hjá mér...við að liggja uppi í rúmi. Þúsund ákvarðanir sem ég get engan veginn tekið...úfffff.

Ég þarf að fara að drífa mig á Akureyri en ég kem mér bara einfaldlega ekki í það....mér leiðist að ÞURFA að fara að heiman og inn á eitthvað insein hás....skil ekki afhverju....allir hinir skilja allavegana ekki afhverju...finnst það bara hinn eðlilegasti hlutur að þurfa að fara af sínu heimili og inn á eitthvað svona kjaftæði, get ekki séð að lífið breytist neitt við það að vera þar.

En allir hinir halda að allt verði bara í bestasta lagi og þunglyndið mitt hætti alveg og tatatataaaa mér batni, bara við það að vera annarstaðar en á Laugarbakka.........vá hvað ég er pirruð!!!!

ps. þeir sem eru með klinkfamily shout outs ættu að athuga hvort þau virki.....það eru nokkrir enn með þetta apparat og ég get engan veginn tjáð mig til þeirra....fyrir utan þig Silli minn:)

óver and át..........
|

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Djúpt hugsað......... Það sem þessi dagur ber í skauti sér eru aðeins túrverkir.........ég er alveg að drepast og er það nú ekki gott!!

Hjálp, ég er gegnsósa!!!
Ég er að drukkna...HJÁLP!
Ái, þetta er vont,
ég er undinn fram og til baka.
Mér er mjakað fram og aftur, upp og niður...
Nokkuð gott
Bleittur, strokinn og undinn...
Loksins heitur ofninn.
Ég er gulur og hvítur þvottapoki
|

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Jájá 

Já eins og systir mín þá er ég líka búin að fá mér sját át sem virkar og hægt er að kommenta á það:)
Eitthvað annað en hitt draslið sem er alltaf bilað......

Vaknaði snemma til að fara með Brynju í mæðraskoðun...interisting....og auðvita var þetta þá í fyrsta skipti sem ekki var hlustað á hjartslátt barnsins með svona tæki sem allir geta heyrt...og ég fékk ekki að heyra neitt, samsæri!

Fórum heim og horfðum á granna...guð forði því nú að við missum af því:) Horfðum á 28days later og svo er hún systir mín að leggja sig:) gott hjá henni:)

Bless.......
|

þriðjudagur, janúar 20, 2004

Helgarvitleysan.... 

Jæja nú er ég búin að vera fyrir sunnan og ekkert komist í tölvu og þar af leiðandi ekkert getað bloggað:(
En það virðist nú ekki skipta máli því það er næstum allt dautt hér í bloggheimum.

Helgin var allavegana þannig hjá mér að ég fór á deit á föstudaginn....Hitti stelpu...hún var mjög fín...en einhvernveginn endaði ég nú samt ekki heima hjá henni...var ekkert smá feimin við hana og talaði varla við hana...enda var hún svo upptekin af því að horfa á Röggu Gísla sem er Idolið hennar;)

Bestasta vinkonan mín kom með mér til stuðnings og var hún búin að gera mig fína fyrir kvöldið góða....mála mig og greiða mér og gera mig enn sætari en ég er fyrir;) Ég fékk hana sem sagt til að koma með mér...sem betur fer, annars hefði ég dáið held ég, hún bjargaði lífi mínu:) Við djömmuðum til hálf átta um morguninn:) Ekkert smá gaman að stríða öllum strákunum...ekkert smá bjánalegar verur þessir strákar...allt virðist ætla að verða vitlaust ef að þeir sjá tvær stelpur kyssast....úff;)

Laugardaginn fór ég svo í bíó...Uptown girls..góð mynd, fór með Hrafnhildi, Sunnu, Önnu og Evu:) Þetta var ágætis skemmtun, hefði reyndar frekar viljað fara á lord of the rings en svona er þetta barasta.
Þurfti að fara að sofa snemma vegna þess að gamla settið, eða uppáhalds frænka mín og hennar maður voru að fara að sofa. Var að sms-ast í 3 tíma eða eitthvað og fór ekki snemma að sofa...sem betur fer, því það fer mér engann veginn:)

Sunnudagurinn var svefndagur.

Mánudagurinn bar það í skauti sér að ég átti allt í einu peninga og ekki gengur það nú svo ég fór og eyddi þeim:) Útsölurnar maður:) Hitti mína fyrrverandi í einni versluninni og hún gaf mér góðan afslátt..gott að vera búin að sofa hjá hinum og þessum í hinum og þessum verslunum;)

Snérist fyrir mömmu og Brynju, fór og skilaði Prinsessunni húslyklunum sínum, sem ég er búin að vera með í mánuð eða eitthvað:) Hún var í hollustunni og var að borða steiktan silung og salat:)Sonur hennar var að borða skyr...og mikið af því....og gerði í leiðinni allt sem elsku mamma sagði sér að gera;) Vel upp alið maður:)
Svo fór ég að heimsækja hana Nónu, en hún var að passa litla bróður sinn...algjör dúlla og lítill ungur maður sem lætur hafa fyrir sér:)

Fór á rúntinn með minni fyrrverandi henni Sigrúnu Dröfn og spjölluðum við um heima og geima:) Pantaði mér pizzu og keyrði svo heim á leið:) Fór að sofa.....vaknaði seint í dag, eins og venjulega:) Búin að skrifa allt of mikið núna og glætan að einhver nenni að lesa þetta allt svo ég er hætt:) Avíta.......
|

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Hugleiðingar...... 

Jæja þá er þessi brjálaði þriðjudagur kominn...ég meina sko veðurfarslega séð sko! Það var líka brjálað veður í gær og ég hætti lífi mínu tvisvar á tangann...í annað skiptið til læknis en hitt skiptið á fund.
Læknirinn kom nú með marga ansi góða punkta handa mér og ég er að hugsa um að deila einum þeirra með ykkur hér í dag:) Hann byrjaði á því að segja....
Þú ert eins og pottablóm..veistu eitthvað um pottablóm?? Og ég alveg bara, nei ekkert mikið sko. Og hann sagði, ekki ég heldur...en ég veit það þó að til að pottablóm lifi og dafni þá þarf að skipta um mold á því annarslagið. Eins er með þig...þú ert búin að vera í þessari mold alltof lengi(Húnaþingi vestra) og nú er kominn tími til að skipta!! Þú verður að fá nýja mold og nýjan pott til að geta haldið áfram að lifa.... Meinti að það væri gott að ég væri búin að ákveða að fara á Akureyri:)
Nokkuð gott sem sagt:)

Eitt enn...ef þessi helvítis óvelkomnu hár á líkamanum svo sem skapahár og undirhöndunumhár geta vaxið um hálfan sentimeter á aðeins 12 dögum....afhverju vex þá ekki hárið á hausnum á manni svona hratt!!!! Ég meina kommon...ég er að reyna að safna hári og viti menn þá vex það afturábak!!!

Og þið sem hafið verið að velta því fyrir ykkur að fara að stunda líkamsrækt...en bara komið ykkur engan vegin í það...þá var mér tjáð það í gær að hreyfingarleysi væri holt:) Ég meina, spáið í því...hversvegna haldið þið að skjaldbökurnar verði 200 ára???:)

Avíta.....
|

laugardagur, janúar 10, 2004

Dagurinn í dag... 

Jahá í dag er laugardagur og klukkan að verða níu! Tuttuguogeitt sem sagt og ég er ekki búin að gera neitt í dag! Svaf til átján, staulaðist þá á fætur og fékk mér ristað brauð....með kæfu....svo staulaðist ég reyndar heim til Brilla því hún var nýbúin að fá baðinnréttinguna sína og ég varð nú að fara að skoða...gjeggjuð:) Svo kom ég nú bara hingað heim,reyndi að hringja í Hrönnsu en ekkert svar, hvar ætli hún sé? Hmmmm. Svo hringdi ég í Öllu vinkonu og var að óska henni til hamingju með nýja prinsinn, ekkert smá sætur...hvernig veit ég það, jú hann er einn af þeim sem eru með síðu á barnalandi:)

Svo nú er ég að blogga, er svöng, ekkert til að borða, og það er partý uppi!!! Með mat!! og mér var ekki boðið:( En jæja nú nenni ég ekki meiru svo ég er hætt:)

Avíta......
|

föstudagur, janúar 09, 2004

Jiiiiiiiiiibbbbbbbbbbíííííí:) 

Fjúkket fjúkket fjúkket........hún elsku Annan Katrínini mín datt ekki út....fjúkket!
Hún átti það nú samt alveg skilið að detta út en sem betur fer gerðist það nú ekki. En allavegana þá er hún hólpin að sinni og það er mér fyrir mestu. Annars hef ég ekkert að segja....bara vildi koma þessu til skila:)

Avítaseing;)
|

Úrræði.... Jæja nú eru dagar liðnir og aðrir dagar að koma...eða eitthvað álíka burl. Já hún systir mín var að kvarta yfir því áðan að ég bloggaði ALDREI!! Þannig að ég ákvað að blogga þó að það séu ekki nema um 2 dagar síðan ég bloggaði síðast, og ef ég man rétt þá hafa sumir haft lengri tíma á milli blogga!!! Fnusss....Já allavegana þá er ég í hugsanaklípu....í fyrsta lagi þá þarf ég að fara að gera eitthvað í mínum málum, spurningin er hvar í ósöpunum ég eigi að gera það. Hvammstangi og nágrenni koma eiginlega ekki til greina þar sem sálfræðingur er enginn...og svo er Blönduóssálinn víst farinn úr húnaþinginu líka.

Akureyri kemur nú helst til greina og er spurningin um að fara bara þangað...þar eru mínir sálar og geðlæknar og allt það síðan ég var á hælinu í haust:) Nú húsnæðið er ekkert mál að fá...nenni bara ekki að flytja!
Sumir stinga nú upp á Noregi sem einum úrkosti, en sko þó að maður hafi hitt draumaprinsinn, kemur ekki annað karlkyns til greina sko:) þá er ekkert sniðugt að fara bara beint og flytja til hans, er það nokkuð?
Nei, ég er nú skynsamari en það þó ég sé umdeild í skynsemismálum. Maður verður að kynnast fyrst!

Svíþjóð er svo annar kostur, en þar býr hinn yndæli faðir minn...en ég sko er ekki viss um að ég nenni heldur að fara þangað...hef áhuga og allt það en það er nú samt ýmislegt sem heldur mér hér heima:)
Reykjavík er svo ógeðslega leiðinleg og dýr borg....en þar en nú meira úrval af kvenkyns förunautum...hehehe, æj þið skiljið hvað ég meina:)
Annars er ég einmitt að fara í þessa blessuðu borg í næstu viku, verð að fara að tattúa eitthvað:) Gaman að því, og endilega hafið samband við mig ef ykkur vantar tattoo:)

Eitt svona að lokum....djöfull er hann Justin Timberlake andskoti leiðinlegur!!!!! Oj.

Avítaseing:)

|

þriðjudagur, janúar 06, 2004

hei dúllía dúllía dúllía dei... Já og jæja...nú er kominn þriðjudagur og þrettándagleðin er í kvöld....brenna,flugeldasýning og læti!!! Stuð í því....annars þá á ég mjög bjartsýna vinkonu...hún bað mig um að koma með sér í ræktina kl 9 í morgun...glætan að ég geti vaknað svona snemma!!!

Annars fórum við systur á Blönduós í dag með bílinn hennar í olíuskipti...og á meðan við biðum þá splæsti hún í pizzu og læti...ekkert smá lystugt:)
En það virðist vera stórhættulegt fyrir hana systur mína að fara á Blönduós....hún eyðir ógeðslega mikið af peningum alltaf í hvert skipti.....

Nenni ekki að skrifa meir....avíta....
|

sunnudagur, janúar 04, 2004

2003-->2004... 

Jæja vegna fjölda áskoranna þá ákvað ég að deila því með ykkur hvernig árið 2004 fór af stað hjá mér:)
Nammigóður matur hjá Evu og fjölskyldu......smá slagsmál....á milli hundanna, út af einu litlu beini!!!
Það er greinilega hægt að slást yfir litlum hlutum;)

Svo var alveg lotts of fæjervorks og ég hafði nú ekki hugmynd um það hvert skyldi horfa....allt of mikið að gerast fyrir mín augu og svo var mér orðið svo kallt að eyrun og rasskinnarnar voru við það að detta af :(
Dísös hvað skaupið var leiðinlegt:(
Svo var haldið á ball eftir að hafa leikið stutt spil af viltu vinna milljón....ég komst uppí 5 milljónir:) En því miður var þetta bara spil:(

Já ballið.....1500 kall inn...tilboð af bjór og svo var bara sest og spjallað...dansað og ég var bæ ðe vei EKKI full!!! Sama hvað Palli segir.....og hana nú!!!:) Helvíti var hljómsveitin nú samt góð;)
* Kjaftasögur af ballinu??? Jú sko náttúrulega það sem allir vita, Silli og frú voru ansi góð hvort við annað:)
* Brynja var enn mjög ólétt og afþakkaði kókboð af barnum frá einum herramanni!
* Unnur var nokkuð hress....ansi skemmtileg bara
* Sigrún og Mundi voru ekki þar.....þau voru sofandi heima!!!
* Ég fór heim með karlmanni:)..........ef þið eruð með eyru þá hafiði nú sennilega heyrt það og hver það er:)
Hmmmmmm....já hvað ætti ég að segja meira......hef ekkert að segja svo bara yfir og út....

Avíta.....


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com