<$BlogRSDUrl$>
Face Plant

miðvikudagur, desember 31, 2003

Jömmí jömmí :) Jæja þá er dagur alls ills liðinn.....eða þannig sko...fyrst var dagurinn fínn, tjillaði bara útá Tanga með Brilla....svo varð Brilli pirraður og allt það þá sökkaði dagurinn feitt....en svo fórum við systur og Guðrún að elda þennann dýrindismat, ekkert smá gott, ég gerði sósuna og Mundi setti loka-tötsið á hana, við Guðrún klóruðum okkur út úr því að brúna kartöflur og Gunna gerði sallatið:) Brynja sá um að setja hrygginn inn í ofn og svo náttúrulega var þetta næstum allt í boði hennar svo hún þurfti ekkert að gera nema segja okkur hinum hvar ÖLL eldhúsáhöldin hennar voru.
Nú Unnur sá um þennan dýrindis eftirrétt...namm namm, og Sigrún hjálpaði henni með það:) Hrönn sat og horfði á, saknaði Silla síns sem er alltof góður til að hanga með okkur almúganum!!!!
Mundi smakkaði vínið, spilaði á gítar og stóð sig vel í því að vera eini karlmaðurinn á staðnum fyrir utan Pjakk:)
Souni komst ekki vegna vesens! skamm skamm!

Þegar allir voru búnir að éta á sig gat......þá kom eftirrétturinn!!!

Og þegar allir voru búnir með hann...eða sko já allavegana þegar Unnur sagði að allir væru búnir og hrifsaði skálarnar af borðinu þá var fenginn sér bjór og partý-spilið tekið upp..
Það voru nokkrir ansi góðir punktar í þessu spili og mikið hlegið....td. þá átti ég að teikna dreka...hann leit út eins og önd og auðvita giskaði Unnur á að þetta væri önd..en þetta var ekki önd, þetta var dreki!!!!!

Nú svo þegar allir voru búnir að gera endalaust grín að mér...þá var komið að Unni að teikna!!! Hún átti að teikna kíki eða sjónauka eða eitthvað slíkt........það kom út eins og svín...fyndið svín:) Mundi mátti ekki annað en horfa á þetta blað þá fór hann í hláturskast.....að lokum þurfti að fjarlægja blaðið svo hann gæti haldið áfram að spila!!!

Nú Sigrún átti að teikna ULL í byrjun leiks.....teiknaði þessa prýðis kind, hún var nú svolítið kindarleg, allir skildu að þetta var kind, með ull....nema Mundi...hann giskaði á krullujárn!!!!!!!!! Af öllu.....krullujárn!!!

Unnur lifði sig með einsdæmum inn í spilið......þegar hún fékk að gera:)

Guðrún sagði ekkert.......fyrr en hún giskaði rétt á eitthvað eitt atriði:)

Hrönn kom með prýðisorð.....sellófón.......var að meina svona grammafón!!!!

Allir hlógu mikið í kvöld og ef það er rétt að hláturinn lengi lífið þá verðum við öll aðeins eldri en áætlað var:)
Frábært kvöld í alla staði:)

Avíta....

|

þriðjudagur, desember 30, 2003

Læf sökks........ Sko í gær var lífið alveg ágætt....meira segja í dag var lífið alveg allt í lagi......en svo var það allt í einu ekki allt í lagi.......nenni ekki að tala um það hér á blogginu......en allavegana þá held ég barasta að lífið sökki feitt!!
|

Hrööööööööööööönnnnnn..... Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn, Hrönn....bara að bæta upp það sem ég sagði EKKI í síðustu bloggum

Avíta.........
|

mánudagur, desember 29, 2003

Ver ðe fokk??? 

Hvar í andskotanum eru shout-out-in eiginlega....er þetta að klikka einu sinni enn???
|

Málefni sunnudagsins... Jámm nú er þessi dagur liðinn, ég er svo sem ekki búin að afreka mikið í dag, frekar en fyrri daginn
En ég allavegana átti erfitt með svefn síðustu nótt, gerist ansi sjaldan hjá mér sko....en þannig var mál með vexti og vaxtarbætur að ég þjáðist af verulegri ógleði......þá gæti maður farið að spyrja sig...afhverju ógleði? Ólétt kannski?Hmmm, allavegana ef ég hefði fengið í'ana eins og ónefndur Zirl komst svo vel að orði um daginn gæti það hugsast nema hvað það hafa þá þurft að hafa verið frjóir fingur

Nú svo gæti þetta hafa verið þynnkan að segja til sí­n.....trúi því samt ekki, ekki svona langt á eftir.....ég held einfaldlega að þetta hafi orsakast af einskærri ælupestarflensusmápí­nuheileinkennumEn þar sem mér finnst ógeðslegt að æla, þá tókst mér að halda öllu niðri, sem betur fer, fjúkk mar!

Annars já, ég og systa fórum sem sagt árla morguns í skjóli nætur....eða eitthvað álíka furðulegt hér upp í félagsheimili til að þrí­fa fyrir jólaballið sem var í­ dag....ég ryksugaði á meðan hitt fyrirbærið þreif klósettin og sat svo og bennti mér á hvar væri nú gott að ryksuga


Nú svo fór ég bara upp í sófa og glápti á imbann í allan dag þangað til hún Aní­ta vinkona mí­n hringdi alveg óð í­ mig, eitthvað pirruð sko, og skipaði mér að koma með sér í sjoppuna í hambó....þar var bæ ðe vei allur Hvammstangi að versla sér mat....einn jólaljósarúntur var tekinn og hneykslast á öllu og öllum öðrum en okkur tveimur sem erum að sjálfsögðu fullkomnar

Nú svo kom ég heim og horfði meira á þetta stóra bláa þarna......nú er ég svo að fara að sofa....og vá hvað það verður gott!

ps. sko ég var að horfa á viltu vinna milljón og ein spurningin var svona....hvaða land tók upp evruna í ársbyrjun 2002? Möguleikarnir voru Belgí­a, Bretland, Svíþjóð og Danmörk........þeir giskuðu á Svíþjóð!!!! Hneykslanlegt alveg segi ég nú bara...hver veit ekki að Svíþjóð hefur bara sína sænsku krónu, eins og það er mikið búið að tala um það...ég meina það var heil,takið eftir, heil, ekki hálf, kona myrt fyrir þetta og neinei, þeir giskuðu á Svíþjóð!!! Það vita allir að það var BELGÍA!!! Róleg, anda inn anda út.......

Avíta...........|

laugardagur, desember 27, 2003

Ðe dey tú dey and jesterdey:) 

jæja nú nenni ég ómögulega að segja neitt en ætli maður verði ekki að deila gærkveldinu með ykkur::)
Það var nú meira stuðið þarna á henni Gunnu:) góð og klikkuð hljómsveit og skemmtilegt fólk...mis pirrað reyndar....sumir háværari en aðrir og svona:) og enn fleiri graðari en sumir:) Allir með viti eiga að vita hvaða þrjár gellur þetta eru:)

Partý hjá Stínu....ágætt.......kaaaaaaaaaaaaalllt að labba heim.......annað símtal dagsins var svo eitthvað á þessaleiðina.......jæja fékkstu í'ana í gær???Ég var nú bara kjaftstopp,ekki oft sem það er ekki einu sinni sagt HÆ áður en maður er spurður að svona löguðu:)

Nú svo staulaðist ég uppúr kjallaranum hjá Anítu í dag...svaf sko þar...datt svo með látum þegar ég var að klifra yfir stigahliðið.....algjör auli. Fékk kaffi,kökur og peffsí að hætti Anítu,nammnamm.
Verslaði i kaupfélaginu fyrir þriðjudagshátíðina miklu......fullt af góðgæti:) Hlakkið til segi ég nú bara......

Afþakkaði miða í lúxussal á lord of the rings.......hvað er að spyrja sumir sig...en ég er ekki að meika það bara held ég......sitja í bíl í 2 tíma, horfa í 4 tíma og sitja svo í bíl í aðra 2 tíma......úff og þunn í þokkabót.....eftir 3 bjóra takið eftir!
Og þá hefði ég ekki komist á ballið í kvöld........sem ég ætla svo kannski bara ekkert á:( Enginn nennir með mér:(

Nú svo er Brynja bara búin að vera að burla á netinu í dag, gaman að þvi, ég þurfti að horfa á og kitla á henni bakið, ná í kók og allt það:)
Skrifa meira síðar buxur:)

AVÍTA;)
|

fimmtudagur, desember 25, 2003

maaaaatur...... Einn dagurinn í viðbót farinn út um gluggan eða eitthvað sneddý...Vaknaði og keyrði með Brilla áleiðis til höfuðborgarinnar...þar sem við heim sóttum móður náttúruHún var með einsdæmum glöð að sjá sínar yndisfríðu dætur að sjálfssögðu

Nú svo í bakaleiðinni ákváðum við yndisfríðu systur að heimsækja frænda okkar í Borgarnesi en þar voru einmitt okkar heittelskuðu æm and eif í heimsókn hjá syni sínum svo það var ágætt:)

Keyrði mjög varlega heim á meðan systir mín svaf...vaknaði annars lagið til að nöldra þessi elska

Kom heim...kíkti á netið....hengdi upp jólagjöfina frá Hrönnsu pönnsu og fór svo í matarboð til tengdaömmu og afa hennar Brynju....vá hvað ég át mikið...hangikjötið var best.
En nú nenni ég ekki að segja meir, avíta|

Með mýsnasöng..... 

jæja...aðfangadagur búinn....og gekk hann svona fyrir sig hjá mér.......var vakin af minni elskulegu systur rétt fyrir 13....fyrir allar aldir sko. Hún var að hringja til að segja mér að Hannes væri að fara að hringja á eftir......gott að hafa svona upplýsingaþjónustu Nú svo eins og spákonan hún systir mín sagði að myndi gerast mjög fljótlega þá hringdi hann Hannes.......hann var nefninlega að kaupa sér eitthvað leikfang sem ég kom með norður fyrir hann og lét hann hafa í gær....þetta leikfang þarfnast rafmagns til að gama sé að því....og minn gleymdi snúrunni í bílnum og gat þar af leiðandi ekkert leikið sér fyrr en hann var búin að heimsækja mig aftur

Nú svo fór ég að horfa á sjónvarpið, eins og maður á alltaf að gera á aðfangadag....en af því að ég á heima í félagsheimili þá var ekki stundarfriður Ekki prófa það!!!

Nú svo kom Frk. Húnfjörð í plokkun til mín...vildi vera fín fyrir gæjan um jólin.....man ég þá tíð þegar henni var nákvæmlega sama um lubbaaugabrúnirnar sínar....Sem betur fer kom Silli til sögunnar. FJÚKKET.

Jólabaðið og svo að drífa sig í veisluna til Anítu....þar át ég yfir mig og sofnaði svo á sófanum....yndælt:)

Kirkjan er eitt af því sem verður að fara í til að það séu jól og var engin undantekning í ár......kl 23 vorum við öll komin til kirkju...öll þá meina ég sko ég, Brynja og allt Fitjarfólkið. Sumir sofnuðu í messunni og aðrir voru að drepast úr hita.....svo var ófæddur erfingi Brynju með eigið partý...allt á fullu:)Nú svo var sungið þarna lagið..með vísnasöng ég vögguna þína....bla bla...gat ég ekki annað en hugsað um ónefndan Ægi vin minn sem hélt það lengi á sínum æskuárum að þarna væri sungið...með mýsnasöng....blabla....skondinn ungur drengur þar á ferð:)

Svo fórum við aðeins til Skúla.....það var erfitt en samt gott.

Og nú sit ég hér og skrifa blogg........já vitiði hvað ég fékk í jólagjöf????Túrverki.....æðislegt

G L E Ð I L E G J Ó L
|

mánudagur, desember 22, 2003

Helgin fyrir jólahátíð.... 

Jæja ég skal segja ykkur það...já já ég er sem sagt í Reykjavík þessa helgina...og er enn þar þó helgin sé búin...en allavegana þá var ég búin að fá leyfi frá Prinsessunni til að vera hjá þeim um helgina...hún segist bara ætla að skilja eftir handa mér lykil. Ég gerði nú bara fastlega ráð við því að hún ætlaði að fara að ná í Munda en kæmi svo aftur.....en nei nei...þegar ég er komin á Kjalanesið þá hringi ég í mína heittelskuðu eða hún hringir í mig...man ekki...mín heittelskaða er sem sagt Frk Húnfjörð. Allavegana þá tjáir hún mér það að Prinsessan og hennar lið hafi farið á Selfoss um helgina og verði bara ekkert heima..........þannig að ég er nú búin að nýta mér tækifærið og halda villt partý öll kvöld og hafa gaman:) Nei bara djók, það er ekki sála önnur en ég búin að koma hér inn fyrir dyrnar...jú annars mín heittelskaða en við erum eitt svo það meikar ekki diff:)

Talandi um mína heittelskuðu.......það var nú andskoti fyndið á föstudaginn...þá fórum við í Smáralindina að versla og eins og þið vitið að þá sér hún voðalega lítið með hægra auganu sínu!! Þannig að ef ég var hægra megin við hana þá sá hún mig ekki.....og var alltaf að leita að mér......og af því að hún sá ekkert með hægra auganu þá þurfti hún að snúa sér extra mikið til að finna mig.......déskoti fyndinn andskoti:)

Og svo ég tali nú meira aðeins um Frk Húnfjörð.......ég held að hún sé ein af þessum leyniklónuðu tilraunum.....að hún hafi verið klónuð án þess að heimurinn vissi af því....það var bara eitt sem mistókst í þessari klónun...hún varð kvenkyns en ekki karlkyn eins og maðurinn sem hún var klónuð eftir:) Ekki furða að klónarnir séu ástfangnir í dag.....eins og að líta í spegil...reyndar er þetta bara tilgáta hjá mér þar sem ég auðvita veit ekki að hún sé klónuð.....hehehehehehehe!

Jólagjafir og Reykjavík eiga vel saman...en að ætla sér að fara að versla jólagjafir síðustu helgina fyrir jól er hreint brjálæði....en ég gerði það og viti menn er búin að kaupa allt....bara smáræði í viðbót við Hrönnsu gjöf og smá í viðbót við Brynju gjöf:) En það er nú ekkert mál:)
Já umferðin á bílaplani Kringlunnar í dag um hálf fimmleitið var rugluð....allir að leita að stæðum...allir að fara í sitthvora áttina og nokkrir bjálfar sem vissu ekkert í sinn haus og stífluðu allt!!!
Ein gellan hafði sennilega fengið bílprófið sitt í seríóspakka held ég því hún vissi ekkert hvað hún var að gera og bara hreinlega beygði á annan bíl, hennar bíll beyglaðist heil ósköp og ekki bara önnur hurðin heldur báðar hurðirnar hægra megin....tvær dældir....sem sagt 2 á bílinn...þetta sá ég og hún keyrði svo bara í burtu!!! Hinn bíllinn var reyndar voðalega lítið skemmtur en samt....
Þannig að hér kemur ráð til ykkar sem eigið kannski eftir að kíkja í verslunarmiðstöðvar höfuðborgarinnar fyrir jól....Ekki leggja á horni.....eða enda. Finnið gott stæði á milli 2 bíla, það er öruggara, samt ekki alveg seif.

Hætt að bulla.....................................ble.
|

föstudagur, desember 19, 2003

Hvað......mús??? 


Afhverju er kötturinn svona leiðinlegur?

Ég meina hann er yndislegur og allt það.......en hvað er dæmið með þessar mýs? Eins og mér þyki eitthvað gaman að hirða upp hálféttnar mýs!!! Og ef þær eru ekki hálféttnar, þá hefur hefur honum eitthvað fipast og misst þær og þá eru þær bara að skoða og hlaupa um pleisið á meðan hann kemur og vælir í mér!!!!! Eitt orð yfir þetta........Tímón!!

Annars er ég að koma suður í dag........jibbí held ég...nema hvað ef fólk flækist nú fyrir MÉR við jólainnkaupin? Þá verð ég alveg brjál
|

fimmtudagur, desember 18, 2003

Bloggari af guðs náð:) 


bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg.

bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg bloggi bloggi bloggi blogg, jaaaaá það er vandasamt að blogga blogg;)

Bæbb.
|

þriðjudagur, desember 16, 2003

Zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz Jæja ég skal blogga fyrir ykkur en ég lofa ykkur að þetta er ekki skemmtilegt blogg!
Þannig er nú mál með vexti að ég er rosalega þung í þönkum þessa dagana....og allir læknar og þvíumlíkt pakk segja bara, já ég hef nú séð þig þyngri!! Hálvitar hálvitanna. En allavegana þá er ég búin að vera sofandi síðan kl 3 á sunnudagsnóttina.....vaknaði einu sinni til að gefa kisa.
Já lífið er auðveldara ef ég fæ að sofa bara...enginn að bögga mig sem ekki skilur mig...og yfirleitt dreymir mig skemmtilega drauma. Þannig að nú er ég að hugsa um að fara aftur að sofa....sama hvað allir aðrir segja.....Er að hugsa um að sofa fram í janúar.....
|

sunnudagur, desember 14, 2003

prufa..... 


Vá hvað ég er klár........
|

Klipp klipp... 

Annasamur dagur í dag....já já, var vakin alveg eldsnemma eða að verða eitt:) af minni elskulegu systur, já já hún kom hér skoppandi með hundinn sinn og voru þau alveg rennblaut!
ég er að tala um að þau voru svo blaut að Brynja þurfti að svifta af sér buxunum og setja þær á ofn, þær voru renn:)
Nú svo fengum við okkur kók og hneyksluðumst eylítið yfir glæstum vonum.....bullið maður:) Nú svo komu Tryggvi og Eva til að ná í­ okkur en sökum mikils óveðurs þá vildum við ekki fara á bí­lnum hennar Brynju út á Tanga. Það var nefninlega verið að fara að gelda hann Pjakk. Já og auðvita var Brynja svona blaut eins og segir hér ofar vegna óveðursins;)
Klukkan 1400 var svo dýralæknirinn að vikta Pjakk og sprauta hann og minn bara svona rosalega rólegur,kippti sér ekkert upp við þessi herlegheit....duglegur strákur. Nú svo voru gersemarnar klipptar í burtu og haldið heim á leið.
Minn vaknaði svo og byrjaði að fikta í þessu...alveg eins og húsbóndinn sinn,getur aldrei látið neitt kjurt:)
Nú þá spýttist bara blóð í­ allar áttir, er ekki að ýkja þetta. Nú við erum svo búnar að vera að hjúkra honum í­ allan dag og halda við sárið til að stoppa blæðingarnar. Greyjið litla....Jæja best að leyfa Brynju að segja betur frá þessu, þar sem þetta er nú einu sinni hennar hundur:)

Já ég er að fara að vinna í­ Tröllagarði á morgun, sorrý Bakka, en það er nefninlega verið að skýra hjá öðrum eigendunum og svo er barnaafmæli hjá hinum......þá kemur Katrín til reskjú:)
Drullist þið svo til að shout outa hjá mér:):):):)
|

fimmtudagur, desember 11, 2003

Blessuð jólin..... 

Jæja nú er kominn nýr dagur með nýjum möguleikum.....eða eitthvað,það á ekki við mig að vera svona bjartsýn!
Annars er ég ekkert búin að vera að gera, frekar en fyrridaginn, kanski að ég fari og hengi upp smá jólaseríur í þetta farlega félagsheimili:) En ég þarf víst að gera það:(
Já jólahreingerningar....ég þarf að þrífa hjá mér, að sjálfsögðu, og svo þarf ég líka að taka til hjá henni móður minni sem er bara aldrei heima hjá sér! Fnuffff.
Ekki það að ég skilji tilganginn í því....nei nei, þannig er nú mál með vexti að mamma mín verður ekki heima um jólin, pabbi minn býr úti í Svíþjóð og systir mín er kasólétt og verður sennilega hjá tengdafjölskyldu sinni um jólin.....er það nú fjölskylda:)
Og hvar á ég að vera um jólin? Ætli ég fari bara ekki inn á klepp...hehe, þá verða allir ánægðir:)
Nóg um það................bless.
|

miðvikudagur, desember 10, 2003

Pirrrrrrrringur í gangi...... 

Jæja eins og allir vita þá er ég nú ekkert búin að vera neitt úber dugleg að skrifa á bloggið mitt....enda eru hvort eð er svo fáir sem skoða það að það skiptir nú ekki máli held ég barasta:)
Dagurinn í dag er búinn að vera mikill anna dagur...ég vaknaði og hér sit ég...engar smá annir:)Annars er ég eitthvað voða þung þessa dagana og flestum er bara alveg sama svo ég er að hugsa um að hætta að kvarta og kveina....kannski ástæðan fyrir því að þið nennið ekki að kíkja á síðuna mína...bara eitthvað kvenfólk og svo kvartanir mínar.
What ever...sama er mér....já eitt enn, ég var rekin úr Meleyri á mánudaginn....Addi sagði að ég þyrfti ekkert að mæta aftur en spurði mig svo hvort ég væri nú til í að mæta í að pilla rækjunna eftir hádegi(vantar svo fólk þá) af því að ég væri nú orðin atvinnulaus! Vá hvað hann fór í pirrurnar á mér...og öllum finnst bara sjálfsagt að maður sé kúgaður til að fara að vinna einhverstaðar þar sem maður vill ekki vinna, og skilja ekkert í þvi afhverju ég er ekki farin að vinna þar! Vá hvað ég er pirruð!

Annars þá vona ég að henni Hrönnsu batni sem fyrst:)
bleble.........
|

þriðjudagur, desember 09, 2003

Flott gella:) 


|

mánudagur, desember 08, 2003

Ekki píp  

Já ég held virkilega að allir í bloggheimum séu bara dauðir...nema kanski hún Hófý...hún stendur sig með prýðiAnnars þá var helgin voðalega róleg hjá mér, slappaði bara af á meðan allir hinir fóru á jólahlaðborð. Andskotinn....ég hef EKKERT að segja Svo ég held ég þegi bara.....en það getur enginn sagt að ég hafi ekki bloggað í dag!
|

föstudagur, desember 05, 2003

UNDUR OG STÓRMERKI!! 

Já ég skal sko segja ykkur það þið sem eruð hætt að þora eða réttara sagt að nenna að kíkja á bloggið hennar Hrannar að þá er það sko hægt núna...já þið lesið rétt...hún er búin að blogga!!! Veit ekki hvað hefur komið fyrir littlu dömuna en eitthvað hefur það verið....ætli hún hafi bara ekki fengið blogg andann yfir sig
Annað er nú mál með vexti....þeir eru víst að hækka....djók...en hann Párl var að reyna að segja mér til um það hvernig ætti að setja svona fína mynd á bloggið sitt...virtist flókið en ég ætla samt að reyna
|

fimmtudagur, desember 04, 2003

Skammastu þín Hrönn! 

Bara stuð þessa dagana ekki satt?
Reyndar hef ég ekkert að segja en ég vil sko ekki falla í sömu gryfju og hún Hrönnsa.....sko Hrönn, það er miklu auðveldara að skrifa smáræði á bloggið sitt heldur en að hlusta á allar skammirnar frá hinum bloggurunum í bloggheimum:)
Þó þú hafir um margt annað að hugsa þessa dagana þá gætiru nú samt alveg hætt að vera svona feit og bloggað!!!
Mér er óglatt:(
|

miðvikudagur, desember 03, 2003

Misskilningur..... 

já ég vildi bara segja það til að fyrirbyggja allan misskilning að mér finnst hún Brynja elskulega kasólétta systir mín EKKI ógeðsleg!!! Hún var nefninlega að skamma mig fyrir það í gær að ég skyldi segja það á netinu að mér fyndist hún ógeðsleg..
En þannig er nú mál með vexti að mér finnst hún ekki ógeðsleg, ekki þá nema kanski ógeðslega bestasta systir í heimi:), en hins vegar þá finnst mér ógeðslegt að fara í þríhyrning...sérstaklega með minni elskulegu systur!! Þá er það komið á hreint:)
Annars er ég nú búin að vera aldeilis dugleg í dag......skrifa tvisvar á bloggið mitt, er að reyna að sýna gott fordæmi í blogginu;)Svo er ég búin að þrífa allt félagsheimilið, því það verður skemmtun hér uppi í kvöld.
Ó já, Lóuþrælarnir ætla að vera með skemmtun og eru víst allir velkomnir svo nú er um að gera að mæta! Annað hvort það eða að skrifa á bloggið sitt:)
Túrílú;)
|

Blogga takk! 

já þetta líf þetta líf.....
Það er bara voðalega lítið líf hér í bloggheimum eins og Gvendur kallar það....fröken Húnfjörð komin með mann og börn og allan pakkan og þar af leiðandi hefur hún ekki tíma fyrir okkur bloggarana.....talandi um snobb í minni:)
Nú og þá gefur að skilja að það líði lengur á milli blogga hjá Znillingnum....enda mikið annað að gera:)
Ég hef svo sem ekki mikið að segja nema það að mér leiðist að lesa bloggsíðurnar aftur og aftur og ekkert nýtt á þeim! ég vil því vinsamlegast biðja þá sem eru latir við þetta að skrifa þó væri nú ekki nema eina setningu til að bæta mitt geð:)
En ég vil nú samt taka það fram að flestir aðrir standa sig nú ágætlega hér í bloggheimum.
Sæn át........
|

þriðjudagur, desember 02, 2003

Mikið að segja:) 

Jæja, eins og áður:) Nú er komin mánudagur og mikið vatn búið að renna til sjávar síðan á föstudaginn skal ég segja ykkur....
Hmmmm, hvar er nú byrjunin? Já sko við komumst loks til höfuðborgarinnar eftir erilsamann föstudag....fer ekkert nánar útí það...mikla hálku og rosa fjör. En við ákváðum sko að fara ekki beint til Prinsessunnar og hennar manns heldur fórum við fyrst út á Seltjarnarnes í heimsókn og svo fórum við upp í Árbæ í heimsókn til Ægis Æðstastrumps...þar voru staddir 2 draumaprinsar..Ægir að sjálfssögðu, enda hans heimili og svo Dolli en hann Dolli stendur nú alltaf fyrir sínu.
Þarna voru drukknir nokkrir bjórar, nema náttúrulega kasólétti bílstjórinn okkar frökenar Húnfjörð.
Bílstjórinn og strumpurinn ákváðu að gifta sig áður en langt um líður en það var reyndar með því skilirði(Æðstastrumps skilirði) að við myndum fara í léttan þríhyrning. Hann virtist hafa gleymt því að ég og kasólétti bílstjórinn erum systur og því er þetta enganveginn girnilegt tilboð hjá honum og satt best að segja barasta ógeðslegt:) Giftingunni var aflýst!

Á laugardaginn verslaði ég mér eitt stk bíl, og finnst mér hann bara vera hinn besti fákur:)
Svo var náttúrulega partýið mikla......allir voru nú búnir að bíða eftir því lengi og viti menn, það var bara helvíti gaman:)Gítarar, trommur og svo náttúrulega söngur....misfalskt reyndar en söngur eigi að síður:)

Sunnudagurinn fór líka í búðarráp(eftir að búið var að endurheimta fröken Húnfjörð úr heljum) og var eiginlega bara leiðinlegt að versla(sem gerist sjaldan hjá kvenþjóðinni) sökum mikils erils og freku feitu fólki sem ákvað að fara endilega að versla akkurat þegar við ætluðum að versla.
Þannig að eftir þessa helgi þá fékk ég flottan bíl, Brynja flott borðstofuborð og stóla og Hrönnsa flottan gæja:)
Í kvöld var svo mikill pirringur við að setja upp borðstofuborðið og það og ég er að segja ykkur það að þið voruð heppin að vera ekki viðstödd.......það var MIKILL pirringur í gangi og ekki bara hjá kasólétta bílstjóranum heldur mér líka. TVÆR PIRRAÐAR SYSTUR, ekki gott:)
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com