<$BlogRSDUrl$>
Face Plant

miðvikudagur, október 06, 2004

Nýtt og betra blogg! 

Sökum þess að ég á svo marga vini og ættingja sem eiga lélegar tölvur og eru alltaf að kvarta yfir blogginu mínu þá er ég komin með nýtt blogg!!
Bið ég sem sagt þá sem blogga vinsamlegast að setja þetta blogg mitt nú inn hjá sér svo auðvelt verði að komast og lesa það:) Það er sem sagt..Nýtt og betra

Þeinkjú verí möts:)

Keit át....
|

Miðilsfundur 

Jæja nú er víst kominn tími til að blogga...langt síðan það hefur liðið svona langt á milli blogga hjá mér en þetta á sér allt saman eðlilega skýringu:) Sko gleymdi hreinlega að blogga upp í skóla eftir skóla á föstudaginn...var svo spennt yfir því að fara heim og sýna Hrönnsu buxurnar sem ég var að sauma:) Flauelsbuxur:)

Og svo þegar ég kom heim þá mundi ég það að Sigrún fór með tölvuna daginn áður í viðgerð því hún var ónýt....þurfti sko að skipta um harða diskinn takk fyrir!!!
Þannig að ekkert var bloggað um helgina og svo er ég bara búin að vera að gera annað en að fara í tölvuna í skólanum og í fyrsta skipti í gær fór ég í tölvuna hér heima og missti mig í því að skoða tattoo myndir sem ég gæti prentað út og sett í safnið mitt:)

En nú er ég búin að gera rosalega flotta tattoo auglýsingu og vonum við núna að kúnnarnir hlaðist inn:) Annars var ég með 3 kúnna á laugardaginn:)
Annað sem ég gerði á laugardaginn var að fara til miðils...og amma mín blessunin kom örugglega inn á undan mér því hann var svo snöggur að nefna hana...og þetta var pottþétt hún:) Hún nefndi fullt af hlutum og var voða hress...og eitt að því sem miðillinn spurði mig að í gegnum hana var....ertu að sauma út rosalega fallega mynd, sem þú byrjaðir á fyrir löngu og ert ekki búin að klára? Ég kom af fjöllum skal ég segja ykkur...og þá sagði amma að þetta væri mamma sem væri að sauma út...þegar ég spurði svo mömmu þá byrjaði hún á einhverri mynd fyrir 15 árum!!!
Amma sagði að hún ætti nú að hunskast í þetta og hengja þetta svo upp á vegg;) Furðulegt:)
Svo kom afi minn sem ég hef aldrei séð...hann sagði mér að ég ætti að taka pinnan úr vörinni, ég væri alltof falleg til að hafa svona á mér:) (greinilega eitthvað skyldur mömmu)
Svo kom Skúli....rosalega hress og kátur...bað að heilsa öllum og sagðist líða rosalega vel núna, hefði verið mjög ósáttur þegar hann fór en væri sáttur núna:)
Mér fylgja sem sagt amma mín, einhver rosalega falleg nunna og lítil stúlka.

Miðillinn sagði mér líka ýmislegt um heilsu annara....sagði mér að faðir minn gæti alveg farið betur með sig. Sagði mér að Gissur afi væri búinn að vera eitthvað slappur og að ég ætti að fara að hafa meira samband...sem ég er því miður ekki búin að gera. Svo nefndi hann eitthvað fólk úr föðurætt sem kom til mín sem ég hef ekki hugmynd um hverjir eru! Líka úr móðurætt:)

Annars er byrjað að snjóa hér...fékk mjög stórt áfall í gær þegar Hrönn sagði mér að það væri kominn snjór!!! Reyndar ekki mikið en bráðum ætti maður að geta farið á snjóbretti;) Svo þegar ég kom heim úr skólanum í gær...þá var Sigrún búin að baka 2 súkkulaði kökur....ég varð mjög ánægð en Hrönn var ógeðslega ánægð og fékk sér eina heila köku á meðan ég fékk mér eina sneið:) Ósanngjarnt að hún skuli ekki vera 500 kíló:)

Jæja hætt að bulla í bili;)

Keit át........jibbí Íris komin heim, verð að fara að hafa samband:)
|

miðvikudagur, september 29, 2004

Matur 

Jæja nú er kominn tími á blogg.....
Einu sinni þegar ég var langt niðri þá sagði ein frænka mín, búsett í Noregi, mér að ég ætti að rífa mig upp á rassgatinu og að það skipti miklu máli að borða reglulega! Hún sagði mér líka að ég ætti að borða oft á dag...oftar og minna:) Og þar sem ég dýrka þessa frænku mína þá geri ég allt eins og hún segir og kemur hér smá sönnun þess:)
Í morgun þá vaknaði ég snemma( Og allir vita hvernig ég er á morgnanna...ekki hress og ekki gaman að vakna snemma) til þess eins að hlíða frænku minni! Ég sem sagt fór fram í eldhús og bjó mér til búst...sem er mjög holt og gott fyrir líkama og sál:) Mjööög gott:)
Svo skondraðist ég í skólann og sofnaði næstum í íslensku sökum þess að ég vaknaði mun fyrr en venjulega morgna og efast ég ekki um að Heiðrún elsku frænka mín hafi fengið hiksta í morgun:) Allavegana þá á milli þess sem ég var alveg að sofna þá glósaði ég niður það sem kennaraelskan var að segja:)
Svo var tíminn búinn og ég skondraðist til að hitta furðuhlutinn mikla...Hrönnsu...sem var að BLOGGA bæ ðe vei( mjög sjaldgæft)
Fórum við skvísur inn í matsal því mig langaði svo ógurlega í ss pylsu því Klara var búin að vera að tjá sig um það hvað þær væru góðar...ég smitaðist af henni!!
En þau áttu bara GOÐA pylsur...vatt tú dú vatt tú dú?? Lét til leiðast að kaupa mér goðapylsu með öllu! Fattaði svo að ég er á Akureyri og þar er látin kokteilsósa á pylsurnar ef maður biður um með öllu...mjöög gott og pylsan smakkaðist mjög vel þrátt fyrir að vera goðapylsa:) Keypti ég mér magic með herlegheitunum til að halda mér vakandi í næsta tíma:)
Klukkan var sem sagt ekki orðin nema 10 og ég var búin að borða tvisvar...hollt og ekki hollt!
Nú svo núna er ég í hádegishléi og viti menn ég fór og fékk mér að borða! Klukkan ekki orðin eitt einu sinni. Fékk ég mér brokkolisúpu(vitur kona sagði mér að brokkoli væri hollasta grænmetið) Þannig að þetta hlýtur að hafa verið hollt! Reyndar fékk ég mér brauð með...og Sirrrún segir að brauð sé ekki hollt...fitandi og svona....hú kers:) Kókómjólk til að skola þessu neeeeeeður:)

Þetta er nú ekki spennandi blogg en sama er mér:) Nú er bara að sjá hvort ég verð mjöööög feit...eða mjööög mjó af öllu þessu áti:)

Keit át:)
|

þriðjudagur, september 28, 2004

Skrítnir hlutir:) 

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er búin að sjá marga skrítna hluti í dag......fór í Skinniðnaðinn á Akureyri í vettfangsferð í leiðilegustu tímum veraldar eða Textilfræði!! En það var nú gott að gera eitthvað annað til tilbreytingar og fórum við sem sagt að skoða hin mismunandi skinn!!
Sá ég að sjálfsögðu hvernig gærur eru meðhöndlaðar frá a-ö. Litun, þrif og þurrkun og allt það...mjög merkilegt:)
En nú kemur það skrítna....sá skinn af SEL, HREINDÝRI, SLÖNGU, EÐLU, BLETTATÍGRI og ÍSBIRNI....svo sá ég svona roð skinn eða eitthvað, man ekkert hvað þetta heitir, sem sagt af hinum ýmsu fiskum...MJÖÖÖÖG sérstakt! Og svo sá ég líka að það var búið að búa til einskonar efni úr hrútspung!!! Ekki myndi ég vilja ganga í hrútspungum!!
Alveg nóg að hafa einu sinni verið í pungnum á honum föður mínum:)

Svo fórum við á kaffihús og þar sá ég Felix Bergsson og Hönnsu að ég held....mjöööög merkilegt:)
Annars á ég eftir að sjá skrítnasta hlut veraldar í dag...en það er hún Hrönnsa kellingin:) Hún svaf enn á sínu græna eyra þegar ég fór í morgun...hitti hana eftir nokkrar mínútur og þá get ég sagt eins og Fíbí í Friends.....NOW I HAVE SEEN EVERYTHING!!!;)

Annars voru Scooter tónleikarnir mjög góðir og voru Love guru að hita upp...hugsaði ég fyrst oj...en hvað gat ég annað gert en að hlusta fyrst ég var þarna niðurkomin...þannig að ég hlustaði....og Love Guru kom mér mjög skemmtilega á óvart!!!Fer sko pottþétt á ball með þeim ef tækifæri gefst til:)
Annars er ég búin að vera að drukkna í kvefi og er svona tonn af hori fast í hálsinum mínum......EKKI SEXY!!!

Keit át....
|

fimmtudagur, september 23, 2004

Perrar!!! 

Ekki veit ég nú hverjir eru perrarnir á mínu heimili...og kemur mér það mjög á óvart að ég er EKKI aðalperrinn!!!
Sat ég í mínum mestu makindum fyrir framan sjónvarpið með dömunni minni í gærkvöldi þegar ég heyri fliss og oj og allt það hinum megin í herberginu....þar sita ungfrú Sigrún of ungfrú Hrönn fyrir framan tölvuna og skoða einhverjar klámsíður....og þetta voru sko engar venjulegar klámsíður því stuttu seinna þegar ungfrú Sigrún var búin að prenta út eina mynd handa okkur að sjá þá kom hún með hana til okkar og hvað sáum við???
Jú þarna var held ég feitasta kona veraldar með stærstu og mest lafandi brjóst sem ég hef á ævinni séð!!! Hrópaði ég oj og ullabjakk og um leið og ég gerði það þá hló Sigrún bara meira og meira.......Meira fíflið sem ég bý með...og ef þið haldið að Hrönn hafi ekki tekið þátt í þessu þá skjátlast ykkur all svakalega:)

Annars eldaði Hrönn þessa dýrindis máltíð handa okkur í gær...kjúklingarétt einhvern og viti menn...hún brenndi ekki matinn...mér til mikillar furðu þá var þetta slatti gott og át ég á mig gat....og tek ég það fram að hrísgrjón voru höfð með matnum og hún ungfrú Seeeegrún borðar hrísgrjón á MJÖÖÖÖÖG furðulegan hátt!!!En það kemur svo sem ekkert á óvart, eins skrítin og hún nú er:)

Hvað get ég sagt ykkur meira??? Jújú mín er að fara til Rvk um helgina...á scooter tónleikana sem elskuleg systir mín bauð mér á af einskærri góðmennsku sinni þessi elska;) En fyrir utan þessa Reykjavíkurferð verður sko slakað á:)

Jæja best að fara að drulla sér aftur í tíma...bið að heilsa öllum stórum og smáum:)

Keit át kjúlla:)
|

þriðjudagur, september 21, 2004

Billjard mæ es!! 

Jæja þá byrja ég enn og aftur að blogga...vil ég nú samt deila því með ykkur að flestir í bloggheimum eru mjög á eftir áætlun með að blogga!!! Það er allt í lagi að blogga svona endrum og eins sko:)

Annars hvað ætti ég nú að segja ykkur...byrja á því að monta mig aðeins...ég fékk 8 í íslenskuprófi um daginn.....var ég hæst í bekknum ásamt einum öðrum og næstu einkunnir fyrir neðan voru 6:) Þannig að ég brillera í íslensku takk fyrir, eins gott þar sem ég er nú einu sinni íslensk;)

Partýið góða á laugardaginn var nú fámennt til að byrja með og frekar dauft þar sem Sigrún og Mundi voru mjööööög mygluð...svo neyddum við Munda til að fara að spila á gítarinn og þá fór náttúrulega Sigrún að syngja líka:) Þetta hresstist sem sagt við í smá stund áður en það datt niður aftur en þá fóru þau skötuhjú bara að sofa....ef sofa mætti kalla:)
Þá fyrst færðist fjör í leikinn og komu ýmsir gestir....sumir ríðulegir aðrir ekki...segi nú ekki meir um þetta...nema hvað mér finnst þessir gestir sko bæ ðe vei ekki ríðulegir:) En misjafn er smekkur manna, sem betur fer:)

Nú svo var komið að því að liðið skundaði niður í bæ.....Brynja og Gaui fóru heim á hótel að gera dónó...eða bara sofa:) Hrönn stakk okkur hin af..með þessum ríðulega:) Hún sagði mér daginn eftir að þau hefðu farið að spila billjard! Jeah right;)

Þá voru sem sagt eftir ég, Una, Unnur og nokkrir aðrir vinir....fórum við á Kaffi Akureyri og þar tvístraðist hópurinn meira og endaði með því að farið var heim...fyrst í partý reyndar en svo heim....jæja nenni ekki að skrifa meira....adjö.

Keit át
|

mánudagur, september 20, 2004

Aumingjar!!! 

Jæja nú er komin mánudagur og ég sit í tölvunum upp í skóla að hangsa....er rétt að fara í tíma og er að teikna og svoleiðis....Helgin var rosalega góð og lífið meikar loksins sens....gaman að því...en rosalega svaf ég nú samt lítið og venjulega þá væri ég orðin brjáluð út af of litlum svefni...en nú er lífið svo gott að mér er alveg sama þó ég sofi ekki dúr;) Jæja ég er farin í tíma...en vil taka það fram að Mundi, Sigrún, Brynja og Gaui eru algjörir AUMINGJAR!!!!
Og hvað var Hrönnsa að gera á laugardagskveldið????:)

Keit át:)
|

laugardagur, september 18, 2004

Bjór... 

Jæja þá er helgin hálfnuð...að koma laugardagskvöld og hátíðin að hefjast...Brynja, Gaui og Mundi komin í nafla alheimsins í tilefni þessa merka atburðar....INNFLUTTNINGSPARTÝ!

Ég, Hrönn, Brynja og Gaui vorum að koma af Greifanum, búin að troða okkur full af mat á kostnað Gaua...þessi elska splæsti á okkur..var mikið rætt um atburði gærkveldsins og bjargaði það Gaua alveg frá því að drepast úr leiðindum yfir að vera úti að borða með 3 stelpum!!!:)Eru nú Gaui og Brynja að r-illa uppi á hóteli:)eða eitthvað:)

Í gær var partý hjá Unni og var mjög gaman.....svo var það kaffi Akureyri en ég og mín spússa fórum bara heim snemma.....vonder væ;) Jiiiii hvað hún Una er nú sæt skal ég ykkur segja;)

Nú sitjum við Hrönnsa að sötra bjór...hún að horfa á ET....og ég á leiðinni í heitt bað;) Sigrún úti að borða með honum Munda sínum:)Svo fer stuðið bara að hefjast...en nú er ég farin í bað....gera mig fína fyrir sætu stelpuna mína:)

Keit át pasta
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com